Íhugaði að koma ekki heim: „Þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 21. júní 2025 08:01 Damir Muminovic er mættur aftur í græna hluta Kópavogs og framundan seinni hluti tímabilsins með Breiðabliki Vísir/Ívar Fannar Eftir ævintýramennsku í Singapúrsku deildinni er Damir Muminovic aftur orðinn leikmaður Breiðabliks. Hann er spenntur fyrir því að spila aftur fyrir framan stuðningsmenn Blika en býst ekki við því að geta gengið að sæti í byrjunarliði liðsins sem vísu. Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Hálfs árs dvöl Damirs hjá liði DPMM í Brúnei hefur runnið sitt skeið, þar uppfyllti hann ævintýraþrá sína en fjarveran frá konu og börnum reyndist honum strembin. „Það var erfitt, ég skal viðurkenna það. Ég heyrði í þeim á morgnanna eða á kvöldin þegar að ég var að fara sofa. Það var það aðallega sem kallaði í mann að koma heim. Lífið var mjög einmanalegt þarna. Ég fór bara í kaffi með strákunum á morgnanna og beið svo eftir æfingu, smá golf líka. Ég spilaði gott golf þegar að ég var einn en þetta var mjög einmanalegt.“ Var aldrei að fara neitt annað en í Breiðablik Damir er því mættur aftur í græna hluta Kópavogs þar sem að hann hefur gert garðinn frægan og í tvígang orðið Íslandsmeistari, nú síðast í fyrra en það var möguleiki fyrir hann að vera áfram úti. „Það var möguleiki og jú ég íhugaði það alveg alvarlega en ákvað fyrir nokkrum dögum síðan að semja við Breiðablik í staðin og vera heima með fjölskyldunni.“ Damir er afar vel liðinn hjá stuðningsmönnum Breiðabliks. Hér fagnar hann með stuðningsmönnum á Víkingsvelli eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á síðasta ári.VÍSIR/VILHELM Lá kannski beinast við fyrst þú varst að snúa aftur heim að mæta þá aftur í Breiðablik en voru einhver önnur lið hér heima á höttunum eftir þér? „Nei engin og ég get alveg verið hreinskilinn með að ég væri aldrei að fara í neitt annað lið en Breiðablik væri ég að snúa aftur heim.“ Damir fær ekki leikheimild með Blikum fyrr en eftir að félagskiptaglugginn opnar að nýju í næsta mánuði en hann iðar af spennu yfir því að spila aftur á Kópavogsvelli „Ég er bara með fiðring núna að standa hérna og tala við þig. Ég get ekki beðið eftir því að spila hérna fyrir framan stuðningsmennina aftur.“ Damir hefur haft ýmsu að fagna í grænu treyjunni.Vísir/Hulda Margrét En nú hefur gengið vel hjá Breiðabliki upp á síðkastið. Býstu við að geta bara labbað inn í byrjunarliðið? „Nei auðvitað ekki. Ég þarf bara að berjast fyrir mínu sæti í þessu liði. Þetta er drullu gott lið og alveg sama hver hefur spilað þarna í hafsentinum, þeir eru búnir að standa sig vel. Ég þarf að berjast fyrir mínu sæti í liðinu.“ Damir skrifaði undir samning út árið við Breiðablik en hvað svo? „Við erum bara að hugsa það þannig, út árið. Svo setjumst við niður þegar nær dregur lokum þessa árs og förum yfir stöðuna.“ Þannig að það er ekki eins og þetta tímabil sé þitt síðasta? „Nei ég er alls ekki hættur.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira