Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 10:28 Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna mála í Danmörku, var ekki hlátur í huga þegar hún sá auiglýsingaherferð Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Sjá meira