Féll í hálku í sundi og fær bætur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2025 18:23 Borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda í héraði en bótaskylda í Landsrétti. Reykjavíkurborg Landsréttur hefur viðurkennt bótaskyldu á hendur Reykjavíkurborg og Sjóvá eftir að kona rann til í hálku í Árbæjarlaug veturinn 2022 og hlaut líkamstjón svo alvarlegt að hún þurfti að gangast undir aðgerð. Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í dag en með honum var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur síðan í maí í fyrra breytt lítillega en borginni og tryggingafélaginu var dæmd skaðabótaskylda, en ekki bótaskylda, í héraði. Málsatvik voru þau að snemma í janúar 2022 hafi heimsótt Árbæjarlaug og ætlað að færa sig frá vaðlaug sundstaðarins yfir í heitan pott. Á leið sinni hafi hún hrasað á ísilagðri stéttinni, fallið í jörðina og hlotið áverka. Í framhaldinu hafi hún leitað á bráðamóttökuna þar sem í ljós kom að hún hefði hlotið áverka á ristarbeinum og liðböndum sem kröfðust aðgerðar bæklunarskurðlæknis, sem framkvæmd var tólf dögum eftir slysið. Ágreiningurinn sneri að því hvort Reykjavíkurborg og Sjóvá, sem er á vátryggingarsamningi við borgina, bæru skaðabótaábyrgð vegna atviksins. Snjóbræðslukerfið í ólagi Í niðurstöðum dómsins segir að af dómaframkvæmd megi ráða að ríkar kröfur séu gerðar til aðbúnaðar á sundstöðum. Samkvæmt almennum skaðabótareglum beri rekstraraðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunni að verða fyrir. Þá hafi verið skráðar nokkuð strangar hátternisreglur til að auka öryggi og stemma stigu við slysum og óhöppum á slíkum stöðum. Til að mynda beri sundstöðum skylda að halda gönguleiðum við útilaugar frostfríum og að staðsetning aðvörunarskilta skuli vera þannig að laugargestir komist ekki hjá því að sjá þau. Fyrir lá að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið fyrir fleiri aðvörunarskiltum vegna hálkunnar en eru á sundlaugarbakkanum að staðaldri. Einnig lá fyrir að snjóbræðslukerfi laugarinnar virkaði ekki sem skyldi, sem hefði kallað á að starfsmenn sundlaugarinnar huguðu sérstaklega vel að því að grípa til ráðstafana vegna aukinnar slysahættu. Ekki nægilega saltað Áfrýjendurnir báru fyrir sig að daginn sem slysið varð hafi starfsmenn Árbæjarlaugar saltað stéttina við sundlaugina reglulega. Dómurinn taldi að ljóst væri að slysið hafi orðið um svipað leyti og annar sundlaugargestur leitaði til sundlaugarvarðar og tjáði honum að ísing væri að myndast á bakkanum. Starfsmenn hafi þannig ekki umsvifalaust brugðist við. Því hafi sú söltun sem áfrýjendur lýstu reynst ófullnægjandi. Auk þess leit dómurinn til þess að umrætt sinn hafi starfsmenn laugarinnar ekki komið upp fleiri aðvörunarskiltum en þeim sem eru að staðaldri við laugina. För konunnar frá vaðlauginni að heita pottinum hafi einnig verið háttað þannig að staðsetning skiltanna á bakkanum hafi ekki verið með þeim hætti að konan hefði ekki getað komist hjá því að sjá skiltin. Sem fyrr segir var bótaskylda Reykjavíkurborgar og Sjóvár viðurkennd vegna líkamstjónsins sem konan hlaut í slysinu. Þá voru áfrýjendur dæmdir til að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð.
Sundlaugar og baðlón Tryggingar Dómsmál Sjóvá Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira