Fangar fluttir á spítala nokkrum sinnum á ári vegna ofneyslu vímuefna Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 06:30 Fangelsið á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangar eru fluttir nokkrum sinnum á ári á spítala vegna gruns um ofnotkun vímuefna. Í nánast hverri viku koma upp mál þar sem fangaverðir leggja hald á lyf eða fíkniefni. Þetta kemur fram í svari frá Fangelsismálastofnun um umfang vímuefnanotkunar í fangelsum. Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar. Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjá meira
Samkvæmt svari Fangelsismálastofnunar voru alls níu andlát í fangelsum landsins frá 2021 til 2024. Í fimm tilfellum lék grunur á sjálfsvígi. Fangelsismálastofnun fær ekki upplýsingar um niðurstöður krufningar í kjölfar andláts og segir í svari að því sé erfitt að fullyrða um dánarorsök. Andlát á Litla-Hrauni og Hólmsheiði Fjallað var um það í maí í fyrra að karlmaður á þrítugsaldri hefði fundist látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni. Faðir hans opnaði sig um vímuefnavanda sonar síns eftir andlát hans og kallaði eftir umbótum innan fangelsanna. Síðar sama ár var fjallað um karlmann á sextugsaldri sem lést á Litla-Hrauni. Aðeins kom fram í fréttum að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Í desember sama ár lést fangi af fangelsinu í Hólmsheiði á spítala eftir að hafa verið fluttur þangað veikur. Ekki kom fram hvers kyns veikindin hefðu verið í fréttum. Þá var einnig fjallað um það í apríl árið 2023 að karlmaður hefði fundist látinn í klefa sínum á Hólmsheiði. Um var að ræða fyrsta andlátið í fangelsinu eftir að það var tekið í notkun.Í apríl árið 2021 var einnig fjallað um að fangi hefði fundist látinn og að andlátið hefði ekki borið að með saknæmum hætti. Tilkynnt var í síðustu viku að Naloxone væri nú aðgengilegt í öllum fangelsum landsins. Naloxone er bráðalyf gegn ofskömmtun á ópíóíðum. Ef það er gefið tímanlega getur það bjargað mannslífum með því að snúa við öndunarbælingu og öðrum skaðlegum afleiðingum ofskömmtunar. Naloxone hefur hingað til aðeins verið fáanlegt hjá Frú Ragnheiði, í neyslurýminu Ylju og hjá Matthildarsamtökunum. Dreifingin er í samstarfi Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, Afstöðu, félags um betrun og bætt fangelsismál og Fangelsismálastofnunar.
Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?