Pípari sagði skólp ástæðuna fyrir kókaíninu í blóðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júní 2025 20:53 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bótakröfu manns sem var handtekinn undir áhrifum kókaíns. Hann vildi meina að orsök þess að kókaínið hefði komist inn í blóðrásina hans væri návígi við skólp, en maðurinn er pípari. Aðdragandi málsins er sá að maðurinn var handtekinn sumarið 2023 á Suðurlandsbraut í Reykjavík og fram kemur í frumskýrslu lögreglu að hann hefði ekið á miklum hraða. Lögreglan stöðvaði bílinn til gá að ástandi og réttindum ökumannsins. Þá segir að ökumaðurinn hafi borið þess merki að vera undir áhrifum fíknefna. Hann hafi verið „með útvíkkuð sjáöldur, mjög þurr í munni, auk þess sem hann [hafi] ítrekað skellt saman tönnum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn 16. júní síðastliðinn og hann má lesa í heild sinni hér. Kókaínneysla eina skýringin Maðurinn neitaði að hafa innbyrt fíkniefni og kókaín mældist í munnvatnssýni. Hann var í kjölfarið handtekinn og færður á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Hann var látinn laus og svo var honum tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Kókaínið í blóði mannsins hafi ekki verið í mælanlegu magni. Í viðbótarmatsgerð sem gerð var í janúar í ár kemur hins vegar fram að bensóýlekgónin hafi greinst í blóði hans. Það sé umbrotsefni kókaíns sem myndist í líkamanum eftir neyslu kókaíns og greinist lengur en kókaín í blóði. Eina skýring þess að efnið greinist í lífsýnum sé neysla kókaíns. Áður en viðbótarmatsgerðin var lögð fram hafði maðurinn hins vegar lagt fram bótakröfu á hendur ríkinu. Henni var hafnað og þá stefndi hann ríkinu og vísaði til laga um bótarétt þeirra sem bornir hafa verið sökum en mál þeirra er svo fellt niður. Hann sagðist ekkert hafa gert til að stuðla að aðgerðum lögreglu, nefnilega að handtaka hann og flytja hann á lögreglustöð til blóðsýnatöku, og ætti því rétt á bótum. Umbrotsefni kókaíns sogast inn um húðina Maðurinn kvað handtökuna hafa valdið sér álitshnekki og frelsissviptinguna í heild mikilli andlegri vanlíðan. Hann sagði það liggja fyrir að hann hefði verið handtekinn að ósekju, enda hefði blóðprufan staðfest að hann hefði ekki ekið undir áhrifum. Blóðpufan hafi valdið honum töluverðum miska enda hafi með henni verið gengið eins nálægt friðhelgi einkalífs hans og líkama og unnt sé. Hann sagðist ekki skilja hvernig munnvatnssýni á vettvangi hefði gefið til kynna að hann hefði neytt kókaíns og lagði fram ástralska vísindarannsókn sem sýndi fram á að prófið sem notað var á vettvangi skili rangri jákvæðri niðurstöðu í fimm til tíu prósent tilvika er varða greiningu á virka efninu í kannabis. Auðvelt sé að yfirfæra það yfir á kókaín og því óhætt að fullyrða að prófið sé ónákvæmt. Eftir að áðurnefnd viðbótarmatsgerð var lögð fram vísaði lögmaður mannsins til fræðigreinar sem hann afhenti dóminum til hliðsjónar þar sem fram kemur að greina megi kókaínneyslu í samfélagi með því að greina umbrotsefni kókaíns í skólpi viðkomandi samfélags. Hann sagði manninn vinna við pípulagnir og að það umbrotsefni kókaíns sem greint heðfi verið í blóði mannsins hefði mögulega komist í blóðrás hans vegna þess að hann kæmist mikið í tæri við skólp í vinnu sinni. Aðspurður um hvernig umrætt umbrotsefni hefði mögulega komist í blóðrás stefnanda kvaðst hann ekki vera sérfræðingur á þessu sviði en það hefði mögulega átt leið í gegnum húð stefnanda. Kenning verjandans „afar langsótt“ Ríkið sagði manninn hafa stuðlað sjálfur að þeim aðgerðum sem lögreglan beitti hann með of hröðum akstri. Aðgerðir lögreglunnar hafi ekki valdið manninum óþarfa miska eða tjoni umfram það sem óhjákvæmilega hljótist. Þannig ætti maðurinn ekki rétt á bótum. Í niðurstöðum dómsins segir að óhætt sé að ganga út frá því, þrátt fyrir mótmæli mannsins, að hann hafi nokkru fyrir akstur í umrætt sinn neytt kókaíns. Breyti þar engu sú málsástæða sem lögmaður mannsins kynnti til sögunnar í málflutningi sínum að mögulega hefði umbrotsefni kókaíns komist í líkama hans úr skólpi þar sem hann hefði sinnt pípulagningarstörfum. Dómurinn segir hana „afar langsótta“ að sínu mati. Þar að auki hafi lögreglan haft afskipti af manninum eftir að hann hefði ekið á miklum hraða og lögreglumönnum þótt hann sýna merki um fíkniefnaneyslu. Þegar litið er til þessa er það mat dómsins að maðurinn hafi mátt reikna með að þurfa að sæta þeim rannsóknar- og þvingunaraðgerðum sem beitt var við rannsókn málsins. Telur dómurinn því að hann hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann byggði kröfur sínar á og því beri að sýkna ríkið af öllum kröfum hans. Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Aðdragandi málsins er sá að maðurinn var handtekinn sumarið 2023 á Suðurlandsbraut í Reykjavík og fram kemur í frumskýrslu lögreglu að hann hefði ekið á miklum hraða. Lögreglan stöðvaði bílinn til gá að ástandi og réttindum ökumannsins. Þá segir að ökumaðurinn hafi borið þess merki að vera undir áhrifum fíknefna. Hann hafi verið „með útvíkkuð sjáöldur, mjög þurr í munni, auk þess sem hann [hafi] ítrekað skellt saman tönnum.“ Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn 16. júní síðastliðinn og hann má lesa í heild sinni hér. Kókaínneysla eina skýringin Maðurinn neitaði að hafa innbyrt fíkniefni og kókaín mældist í munnvatnssýni. Hann var í kjölfarið handtekinn og færður á lögreglustöð til blóðsýnatöku. Hann var látinn laus og svo var honum tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Kókaínið í blóði mannsins hafi ekki verið í mælanlegu magni. Í viðbótarmatsgerð sem gerð var í janúar í ár kemur hins vegar fram að bensóýlekgónin hafi greinst í blóði hans. Það sé umbrotsefni kókaíns sem myndist í líkamanum eftir neyslu kókaíns og greinist lengur en kókaín í blóði. Eina skýring þess að efnið greinist í lífsýnum sé neysla kókaíns. Áður en viðbótarmatsgerðin var lögð fram hafði maðurinn hins vegar lagt fram bótakröfu á hendur ríkinu. Henni var hafnað og þá stefndi hann ríkinu og vísaði til laga um bótarétt þeirra sem bornir hafa verið sökum en mál þeirra er svo fellt niður. Hann sagðist ekkert hafa gert til að stuðla að aðgerðum lögreglu, nefnilega að handtaka hann og flytja hann á lögreglustöð til blóðsýnatöku, og ætti því rétt á bótum. Umbrotsefni kókaíns sogast inn um húðina Maðurinn kvað handtökuna hafa valdið sér álitshnekki og frelsissviptinguna í heild mikilli andlegri vanlíðan. Hann sagði það liggja fyrir að hann hefði verið handtekinn að ósekju, enda hefði blóðprufan staðfest að hann hefði ekki ekið undir áhrifum. Blóðpufan hafi valdið honum töluverðum miska enda hafi með henni verið gengið eins nálægt friðhelgi einkalífs hans og líkama og unnt sé. Hann sagðist ekki skilja hvernig munnvatnssýni á vettvangi hefði gefið til kynna að hann hefði neytt kókaíns og lagði fram ástralska vísindarannsókn sem sýndi fram á að prófið sem notað var á vettvangi skili rangri jákvæðri niðurstöðu í fimm til tíu prósent tilvika er varða greiningu á virka efninu í kannabis. Auðvelt sé að yfirfæra það yfir á kókaín og því óhætt að fullyrða að prófið sé ónákvæmt. Eftir að áðurnefnd viðbótarmatsgerð var lögð fram vísaði lögmaður mannsins til fræðigreinar sem hann afhenti dóminum til hliðsjónar þar sem fram kemur að greina megi kókaínneyslu í samfélagi með því að greina umbrotsefni kókaíns í skólpi viðkomandi samfélags. Hann sagði manninn vinna við pípulagnir og að það umbrotsefni kókaíns sem greint heðfi verið í blóði mannsins hefði mögulega komist í blóðrás hans vegna þess að hann kæmist mikið í tæri við skólp í vinnu sinni. Aðspurður um hvernig umrætt umbrotsefni hefði mögulega komist í blóðrás stefnanda kvaðst hann ekki vera sérfræðingur á þessu sviði en það hefði mögulega átt leið í gegnum húð stefnanda. Kenning verjandans „afar langsótt“ Ríkið sagði manninn hafa stuðlað sjálfur að þeim aðgerðum sem lögreglan beitti hann með of hröðum akstri. Aðgerðir lögreglunnar hafi ekki valdið manninum óþarfa miska eða tjoni umfram það sem óhjákvæmilega hljótist. Þannig ætti maðurinn ekki rétt á bótum. Í niðurstöðum dómsins segir að óhætt sé að ganga út frá því, þrátt fyrir mótmæli mannsins, að hann hafi nokkru fyrir akstur í umrætt sinn neytt kókaíns. Breyti þar engu sú málsástæða sem lögmaður mannsins kynnti til sögunnar í málflutningi sínum að mögulega hefði umbrotsefni kókaíns komist í líkama hans úr skólpi þar sem hann hefði sinnt pípulagningarstörfum. Dómurinn segir hana „afar langsótta“ að sínu mati. Þar að auki hafi lögreglan haft afskipti af manninum eftir að hann hefði ekið á miklum hraða og lögreglumönnum þótt hann sýna merki um fíkniefnaneyslu. Þegar litið er til þessa er það mat dómsins að maðurinn hafi mátt reikna með að þurfa að sæta þeim rannsóknar- og þvingunaraðgerðum sem beitt var við rannsókn málsins. Telur dómurinn því að hann hafi stuðlað að þeim aðgerðum sem hann byggði kröfur sínar á og því beri að sýkna ríkið af öllum kröfum hans.
Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira