Tók sjúkrabíla þrjú korter að mæta á vettvang banaslyss Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 09:39 Áreksturinn varð skammt frá afleggjarnum að þjóðgarðinum í Skaftafelli. Vísir/Vilhelm Það tók viðbragðsaðila 44 mínútur að mæta á vettvang banaslyss sem varð við Skaftafell í janúar 2024, þegar tveimur bílum var ekið á hvor annan úr sitthvorri áttinni. Afar hált var á veginum sem varð til þess að annar bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem rann þá yfir á hinn vegarhelminginn. Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð. Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag skýrslu um umferðarslys á Suðurlandi hinn 12. janúar 2024, þegar tveir ferðamenn létust þegar tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman á hringveginum skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Í skýrslunni kemur fram að talsverðan tíma hafi tekið að mæta á vettvang enda sé Skaftafell staðsett á svæði þar sem 200 kílómterar eru milli sjúkrabílastöðva. Rannsóknarnefndin leggur því til við sjúkrabílaþjónustu HSU að fjölga staðsetningum sjúkrabíla á Suðausturlandi allt árið í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma. Það tók sjúkrabíla 44 mínútur að mæta á vettvang.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Missti stjórn í hálku Alls voru átta í bílnum; fimm í Audi Q7 og þrír í Dacia Duster, þar á meðal ferðamennirnir tveir sem létust. Sex voru fluttir minna slasaðir til aðhlynningar á sjúkrastofnanir á Suðurlandi og Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að meginorsök slyssins sé að ökumaður Audi-bílsins hafi misst stjórn í glerhálku og farið yfir á rangan vegarhelming. Aðrar orsakir sem eru útlistaðar eru að slag hafi verið í hægri afturhjólalegu Audi-bílsins og viðgerð á ABS tengi hafi verið biluð við sama hjól. Einnig geti mismunandi fjöldi nagla í hjólbörðum Audi-bílsins hafa haft áhrif á aksturseiginleika. Þá kemur einnig fram að framfarþegasæti í Dacia-bílnum hafi gefið sig og þrengt að farþega þegar áreksturinn varð og öryggispúðinn sprakk út. Aftursætisfarþeginn í Dacia-bílnum sat auk þess framarlega og lenti harkalega á sætisbaki, segir í skýrslunni. Ekki hafi verið mögulegt að sannreyna ökuhraða ökutækjanna þar sem ekki hafi verið hægt að lesa gögn úr árekstrareftirlitskerfi bifreiðanna, né hafi önnur mæling aðgengileg. Þá er bent á að vegurinn á slysstað hafði ekki verið hálkuvarinn þegar áreksturinn varð, og hálkuvarnir ekki hafist á slysstað fyrr en eftir slysið. Vegurinn var með bundnu slitlagi, 5,9 m breiður, en samkvæmt veghönnunarreglum hefði vegurinn átt að vera breiðari (C8 í stað C7) að teknu tilliti til umferðarþunga. Leggja til aukna sjúkrabílaþjónustu Sem fyrr segir leið talsvert langur tími þar til fyrsta sjúkrabifreið kom á vettvang en starfsstöðvar sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eru sex talsins og telur allt viðbragðssvæði sjúkrabílaþjónustunnar um 480 km vegalengd á Suður- og Suðausturlandi. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hafi verið fyrst á staðinn. Skaftafell er aftur á móti staðsett á svæði þar sem lengst er á milli sjúkrabílastöðva, eða 200 km. Sjúkrabílaþjónusta HSU var með starfsstöð á svæðinu yfir sumartíma en slysið gerðist um vetur. Áætlað er að staðsetja sjúkrabifreið aftur við Skaftafell yfir sumartímann 2025, segir í skýrslunni. Umferð á svæðinu um vetrartíma er að meðaltali 770 bifreiðar á sólarhring og á sumartíma fer fjöldinn í 2000 bifreiðar á sólarhring. Tölfræði umferðarslysa sýnir þó að litlu færri umferðarslys verða að meðaltali yfir 8 mánuði vetrartíma (62%) en þegar umferðin er tæplega þreföld yfir 4 mánuði sumartíma (38%). Ætla má að akstursaðstæður eigi þar hlut að máli. Nefndin segir enn fremur að ökumenn eigi að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur. Daginn sem slysið við Skaftafell varð hafði hitastig verið lækkandi og komið í 3°C um það leyti sem áreksturinn varð.
Samgönguslys Sjúkraflutningar Skaftárhreppur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira