Fyrsta konan sem stýrir MI6 Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 09:35 Höfuðstöðvar MI6 í London fá nýjan hæstráðanda síðar á þessu ári þegar Blaise Metreweli (t.h.) verður fyrsta konan sem stýrir leyniþjónustunni. AP Blaise Metreweli verður fyrsta konan sem stýrir bresku utanríkisleyniþjónustunni MI6 í 116 ára sögu stofnunarinnar síðar á þessu ári. Hún hefur aldarfjórðungs langa reynslu af störfum fyrir leyniþjónustunar og er tæknistjóri MI6 sem þekktur er sem „Q“. Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland. Bretland Jafnréttismál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira
Metreweli, sem er 47 ára gömul, lærði mannfræði við Cambridge-háskóla. Hún gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna árið 1999 og gegndi stjórnunarstöðum hjá MI5, innanríkisleyniþjónustu Bretlands. Stærstum hluta ferilsins hefur Metreweli varið í Miðausturlöndum og Evrópu. Hún tekur við af Richard Moore sem yfirmaður MI6 síðar á þessu ári þegar skipunartíma hans lýkur. Sem tæknistjóri MI6 ber Metreweli meðal annars ábyrgð á því að halda upplýsingum um útsendara leyniþjónustunnar leyndum og að klekkja á andstæðingum Bretlands, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tæknistjórinn ber dulnefnið „Q“ eins og aðdáendur bókanna og kvikmyndanna um James Bond þekkja vel. Keir Starmer, forsætisráðherra, sagði skipan Metreweli sögulega og að leyniþjónustan hefði aldrei verið eins mikilvæg og um þessar mundir. Rússland, Kína og Íran helstu verkefnin Tilgangur MI6 er að safna upplýsingum erlendis til þess að tryggja öryggi Bretlands, meðal annars til þess að stöðva hryðjuverk og aðgerðir óvinveittra ríkja. Stærstu áskoranirnar sem Metreweli er sögð standa frammi fyrir þegar hún tekur við stjórnartaumunum er að glíma við Rússa, Kínverja og Írani. Breska leyniþjónustan hefur meðal annars sakað Rússa um að há skemmdarverkaherferð um alla Evrópu til þess að hræða ríki frá því að styðja varnir Úkraínu í innrásarstríði Rússa. Moore sagði fyrir fjórum árum að Kína væri í forgangi hjá MI6. Sjálf hefur Metreweli sagt Bretland standa frammi fyrir fjölbreyttum hættum. Athafanir rússneska ríkisins, en ekki Rússland sjálft, væru viðvarandi ógn og að Kína væri að breyta heiminum. Í því fælust bæði tækifæri og ógnir við Bretland.
Bretland Jafnréttismál Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Húsleit vegna hraðbankaþjófnaðar á heimili þekkts brotamanns Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Sjá meira