Táningurinn sem sökkti Man Utd á leið frá Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 19:30 Roony Bardghji fagnar hér marki sínu gegn Rauðu djöflunum. Vísir/Getty Images Hinn 19 ára gamli Roony Bardghji er á förum frá FC Kaupmannahöfn. Hann á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Danmerkurmeistarana og vill félagið selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt um mitt tímabil. Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira
Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Sjá meira