Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2025 23:00 Fjölmenni var í Veröld á erindi Andreas Schleicher forstðumanns menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Vísir/Einar Höfundur PISA-prófanna segir íslenska skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats og segir að læra þurfi að nýta tæknina á skapandi hátt. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin var í Veröld - húsi Vigdísar á dögunum. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan. Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira