Segir íslenska nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júní 2025 23:00 Fjölmenni var í Veröld á erindi Andreas Schleicher forstðumanns menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Vísir/Einar Höfundur PISA-prófanna segir íslenska skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats og segir að læra þurfi að nýta tæknina á skapandi hátt. Þetta kom fram í erindi hans á ráðstefnu á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin var í Veröld - húsi Vigdísar á dögunum. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan. Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Andreas Schleicher er forstöðumaður menntadeildar hjá efnahags- og framfarastofnuninni og höfundur PISA-prófanna. Hann hélt erindi á ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands á dögunum þar sem hann fjallaði um áskoranir í menntakerfinu. Mikil umræða hefur átt sér stað á Íslandi um samræmt námsmat en samræmd próf hafa ekki verið lögð fyrir síðustu þrjú skólaár. Í haust verður hins vegar svokallaður Matsferill tekin í notkun í skólum landsins þar sem námsmat verður samræmt. Andreas Schleicher er forstöðumaður menntasviðs hjá efnahags- og framfarastofnuninni. Hann segir nemendur og skóla fljúga blindflug án samræmds námsmats.Vísir/Einar „Núna eru nemendur og skólar í blindflugi. Þeir fá mjög litla svörun um það hversu vel þeir ná markmiðum sínum. Þeir fá einkunnir en það er ekki hægt að bera þær saman. Það þarf að hafa trausta mælikvarða sem hjálpa nemendum að læra betur, sem hjálpa kennurum að kenna betur, sem hjálpa skólum að ná betri árangri.“ Andreas segir ýmislegt geta útskýrt af hverju árangur íslenskra nemenda hafi verið undir meðaltali miðað við jafnaldra í Evrópu. Hann segir kórónuveirufaraldurinn hafi sett strik í reikninginn víða og þá þurfi að skoða vel tæknivæðingu samfélagsins. Þá þurfi nemendur að geta tengt og nýtt námið í sínu daglega lífi. „Það er ungt fólk á Íslandi sem segist ekki geta einbeitt sér í stærðfræðitímum af því það er ekki með snjallsímann sinn eða eitthvað. Ég held að þetta sé eitthvað sem þyrfti að skoða betur. Við ættum að nota tæknina á meira skapandi hátt, en draga úr neyslutengdri notkun.“ „Mörg lönd hafa bannað snjallsíma í skólum, og það getur verið leið til að takast á við einkenni vandans. Ég held að fyrir yngri börn sé sennilega ráðlagt að gera það. En til framtíðar verðum við bara að bæta okkur í notkun tækninnar,“ segir Andreas. Alla innslagið má sjá í fréttinni hér að neðan.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Tækni Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira