Stendur í stafni fyrir samevrópska nefnd WHO um lýðheilsu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. júní 2025 13:32 Katrín segir það gríðarlega þýðingarmikið að innan nefndarinnar starfi fólk sem komi frá öllum svæðum Evrópu og búi að þekkingu og reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu. Vísir/Arnar Halldórsson Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, bindur miklar vonir við að ný samevrópsk nefnd um lýðheilsu og loftslagsbreytingar muni koma að miklu gagni í baráttunni gegn loftslagsvánni. Áhrifin séu áþreifanleg nú þegar með hitabylgjum, þurrkum og flóðum. Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“ Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira
Katrín leiðir nýja samevrópska nefnd Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um lýðheilsu og loftslagsbreytingar. Í maí á næsta ári mun hún skila skýrslu og tillögum að leiðum til að verja heilsu fólks fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga sem leiðtogar í Evrópu eiga síðan að geta innleitt. Alþjóðlegur hópur fólks var saman kominn í Björtuloftum í Hörpu í morgun til að hlýða á blaðamannafund nefndarinnar. „Þegar ég var beðin um að leiða þessa nefnd þá var ég auðvitað mjög stolt því þetta eru málaflokkar sem eru gríðarlega mikilvægir, bæði auðvitað loftslagsmálin og umhverfismálin í breiðum skilningi og heilbrigðismálin.“ Það hafi mikla þýðingu að fólk hvaðanæva úr Evrópu með reynslu úr stjórnmálum og stjórnsýslu taki þátt í verkefninu. Hún bindi ekki aðeins vonir við að gagnleg skýrsla komi út úr vinnu nefndarinnar að ári. „Heldur mjög áþreifanlegar tillögur sem geta þá nýst stjórnvöldum í Evrópu, hvort sem það eru ríkisstjórnir, sveitarstjórnir, þingmenn, eða önnur þau sem vinna að stefnumótun og ákvarðanatöku og vonandi víðar um heiminn því það sem skiptir máli er ekki bara að horfa á vísindin og staðreyndirnar og hvað þau eru að segja okkur - sem er algjörlega skýrt - heldur að koma með tillögur sem er hægt að hrinda í framkvæmd.“ Áhrif loftslagsbreytinga séu þegar farin að setja mark sitt á álfuna. „Við erum að sjá hitabylgjur, flóð og þurrka. Allt hefur þetta mikil áhrif á heilsu fólks og lífsgæði, en það eru líka önnur áhrif og það eru til dæmis áhrif á vatnsbúskap, áhrif á matvælaöryggi og fæðuöryggi, sníkjudýr sem eru að birtast á nýjum stöðum, þannig að það eru mjög margþætt áhrif sem við erum að takast á við nú þegar og það skiptir máli að heilbrigðiskerfin okkar séu í stakk búin til að takast á við þetta.“
Heilbrigðismál Loftslagsmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Herflugvél snúið við í neyð Stefnir í læknaskort bregðist stjórnvöld ekki við Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Sjá meira