„Rasísk glæpamennska“ hélt áfram á Norður-Írlandi í nótt Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2025 13:05 Brynvarðir bílar óeirðalögreglu loka götu í Ballymena á Norður-Írlandi þar sem ofbeldisfull mótmæli hafa geisað síðustu tvær nætur. AP/Niall Carson/PA Sautján lögreglumenn særðust þegar óeirðarseggir köstuðu bensínsprengjum, múrsteinum og flugeldum í þá í ofbeldisfullum mótmælum sem héldu áfram á Norður-Írlandi, aðra nóttina í röð. Lögreglan lýsir mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“. Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Mótmælin í Ballymena í Antrim-sýslu á Norður-Írlandi hófust friðsamlega á mánudag. Þau snerust um meinta kynferðisárás í bænum. Tveir fjórtán ára gamlir drengir af rúmenskum ættum eru í haldi lögreglu en þeir neita sök. Fljótlega snerust mótmælin þó upp í óeirðir þar sem lögreglumenn voru grýttir en þeir svöruðu með háþrýstivatnsbyssum og gúmmíkúlum til þess að reyna að dreifa mannfjöldanum. Kveikt var í nokkrum húsum á mánudagskvöld. Þegar óeirðirnar héldu áfram í gær kveiktu mótmælendur í bílum og brutu rúður í húsum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fimm manns hafa verið handteknir til þessa og 32 lögreglumenn særst í átökunum. Norðurírska lögreglan hefur lýst mótmælunum sem „rasískri glæpamennsku“. Óttast að einhver láti lífið Stjórnmálamenn af ólíkum endum pólitíska litrófsins hafa fordæmt ofbeldið í Ballymena. Michelle O'Neill, forsætisráðherra norðurírsku heimastjórnarinnar, sagði það andstyggilegt og að því yrði að linna þegar í stað. „Þeir sem bera ábyrgð á þessu ofbeldi færa samfélaginu okkar ekkert annað en hatur, ótta og sundrung,“ sagði O'Neill sem kemur úr írska þjóðernisflokknum Sinn Féin. Óeirðarseggir sem eru á móti innflytjendum hafa kveikt í bílum, braki og jafvnel húsum í Ballymena á Norður-Írlandi.AP/Niall Carson/PA Sian Mulholland, þingmaður Sambandsflokksins, fullyrti að mótmælendur streymdu beint frá óeirðunum á samfélagsmiðlum og beindu fólki hvert það ætti að fara til þess að komast í kringum vegatálma lögreglu. Paul Frew, þingmaður Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sagðist óttast að einhver léti lífið í óeirðunum. Þær drekktu þar að auki raunverulegri hlutekningu með fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Spenna hafi farið vaxandi í Ballymena þar sem fólk óttist „ólöglega innflytjendur“.
Norður-Írland Erlend sakamál Bretland Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila