„Barnaskapur sem á ekki alveg við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2025 21:45 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Liam McBurney/Getty Images Arnar Gunnlauggson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir liðið hafa gert of mikið af tæknifeilum í 1-0 tapi Íslands gegn Norður-Írlandi í vináttulandsleik í kvöld. „Mér fannst of mikið af tæknifeilum. Menn voru með lélegar snertingar og leikurinn var allt of hægur fyrir minn smekk,“ sagði Arnar í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. „Mér leið eins og við værum komnir með góð tök á leiknum, en það má ekki gleyma að þetta eru erfiðir útivellir og ég held að Norður-Írarnir hafi ekkert ætlað að gefa okkur eftir boltann. Ég held að þeir hafi ætlað að pressa, en þeir bara fundu ekki leiðina. Við náðum að leysa þeirra leik nokkuð auðveldlega, en svo kom lítið út úr því þegar við fórum framar á völlinn. Það vantaði hlaup inn fyrir og það vantaði smá ákefði.“ „Við getum ekki bara haldið boltanum til að klukka einhverja posession-tölu. Við verðum að vera miklu áræðnari og fljótari með ákvarðanatöku. En það var áberandi hversu margir tæknifeilarnir voru. Við vorum mikil að reyna að klobba á eigin vallarhelmingi og svona barnaskapur sem á ekki alveg við á alþjóðlegu leveli.“ „Við gáfum þeim þeirra móment sem þeir voru að bíða eftir. Markið þeirra kemur eftir smá pressu á okkur þar sem við erum að missa boltann og þeir héldu okkur niðri á okkar vallarhelmingi töluvert lengi. Þá fara áhorfendur, sem voru búnir að vera mjög hljóðir fram að því, að styðja meira við bakið á þeim, sem endaði síðan með marki.“ Þá segir Arnar að honum hafi ekki gengið nægilega vel að skerpa á sóknarleik Íslands á síðasta þriðjungi vallarins, eins og hann hafði talað um að gera eftir sigurinn gegn Skotum. „Ekki nægilega vel ef ég á að segja alveg eins og er. Þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik þá gengur þetta allt í lagi. Ekki meira en það.“ „Ég vil sjá mín lið vera með mikið af fyrirgjöfum og fylla boxið, vinna fráköst og vera með læti. Ekki bara í einhverjum posession-leik.“ „Það sem öll bestu posession-liðin hafa er að þau gera ekki mistök sem gera það að verkum að andstæðingurinn kemst inn í leikinn út af einhverjum klaufalegum ákvörðunum. Mögulega er hægt að tala um að við þurfum að læra, en menn þurfa líka að læra að taka ábyrgð á sínum tæknifeilum. Af því að mér fannst strúktúrinn í fínu lagi. Mér leið í alvörunni fyrstu 25 mínúturnar áður en þeir skoruðu eins og við værum að fara að vinna þennan leik svona 2-0. Þeir voru farnir að vera óþolinmóðir og farnir að hlaupa í hringi. Maður sá á andlitinu á þeim að þeir voru orðnir þreyttir, en svo gefum við þeim bara vítamínsprautu og adrenalíninnspýtingu sem tók þá langa leið.“ Arnar vill þó ekki segja til um það hvort leikmenn hafi verið komnir með hausinn langleiðina í sumarfrí. „Það er erfitt fyrir mig að svara því. Það má örugglega finna allskonar leiðir til að afsaka allt og ekkert. Á endanum hlýt ég samt að horfa líka á sjálfan mig, hvort ég hafi náð að mótivera þá nægilega vel fyrir leikinn og þess háttar. Þetta er alltaf sameiginleg ábyrgð þjáflarans og leikmanna um að gíra sig upp.“ „En svo þegar maður fer yfir leikinn þá náttúrulega koma einhver sönnunargögn í ljós og fyrsta tilfinning er sú að strúktúrinn hafi verið mjög góður, pressan í báðum leikjum er búin að vera frábær – ég man ekki eftir því að íslenskt lið hafi pressað svona vel í tveimur leikjum á útivöllum. Það hefur komið fyrir í heimaleikjum að þeir nái górði pressu, en ekki á útivöllum. Við höfum náð að stjórna leikjum ágætlega með boltann, en það sem stingur í stúf eftir þessa tvo leiki er að við fáum rosalega fá færi, fáa krossa og það er eitthvað sem við þurfum að leggja áherslu á. Það er ekki fótbolti að mínu skapi að vera með tölfræðina svona lága í færum og krossum,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
„Mér fannst of mikið af tæknifeilum. Menn voru með lélegar snertingar og leikurinn var allt of hægur fyrir minn smekk,“ sagði Arnar í viðtali við Val Pál Eiríksson í leikslok. „Mér leið eins og við værum komnir með góð tök á leiknum, en það má ekki gleyma að þetta eru erfiðir útivellir og ég held að Norður-Írarnir hafi ekkert ætlað að gefa okkur eftir boltann. Ég held að þeir hafi ætlað að pressa, en þeir bara fundu ekki leiðina. Við náðum að leysa þeirra leik nokkuð auðveldlega, en svo kom lítið út úr því þegar við fórum framar á völlinn. Það vantaði hlaup inn fyrir og það vantaði smá ákefði.“ „Við getum ekki bara haldið boltanum til að klukka einhverja posession-tölu. Við verðum að vera miklu áræðnari og fljótari með ákvarðanatöku. En það var áberandi hversu margir tæknifeilarnir voru. Við vorum mikil að reyna að klobba á eigin vallarhelmingi og svona barnaskapur sem á ekki alveg við á alþjóðlegu leveli.“ „Við gáfum þeim þeirra móment sem þeir voru að bíða eftir. Markið þeirra kemur eftir smá pressu á okkur þar sem við erum að missa boltann og þeir héldu okkur niðri á okkar vallarhelmingi töluvert lengi. Þá fara áhorfendur, sem voru búnir að vera mjög hljóðir fram að því, að styðja meira við bakið á þeim, sem endaði síðan með marki.“ Þá segir Arnar að honum hafi ekki gengið nægilega vel að skerpa á sóknarleik Íslands á síðasta þriðjungi vallarins, eins og hann hafði talað um að gera eftir sigurinn gegn Skotum. „Ekki nægilega vel ef ég á að segja alveg eins og er. Þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik þá gengur þetta allt í lagi. Ekki meira en það.“ „Ég vil sjá mín lið vera með mikið af fyrirgjöfum og fylla boxið, vinna fráköst og vera með læti. Ekki bara í einhverjum posession-leik.“ „Það sem öll bestu posession-liðin hafa er að þau gera ekki mistök sem gera það að verkum að andstæðingurinn kemst inn í leikinn út af einhverjum klaufalegum ákvörðunum. Mögulega er hægt að tala um að við þurfum að læra, en menn þurfa líka að læra að taka ábyrgð á sínum tæknifeilum. Af því að mér fannst strúktúrinn í fínu lagi. Mér leið í alvörunni fyrstu 25 mínúturnar áður en þeir skoruðu eins og við værum að fara að vinna þennan leik svona 2-0. Þeir voru farnir að vera óþolinmóðir og farnir að hlaupa í hringi. Maður sá á andlitinu á þeim að þeir voru orðnir þreyttir, en svo gefum við þeim bara vítamínsprautu og adrenalíninnspýtingu sem tók þá langa leið.“ Arnar vill þó ekki segja til um það hvort leikmenn hafi verið komnir með hausinn langleiðina í sumarfrí. „Það er erfitt fyrir mig að svara því. Það má örugglega finna allskonar leiðir til að afsaka allt og ekkert. Á endanum hlýt ég samt að horfa líka á sjálfan mig, hvort ég hafi náð að mótivera þá nægilega vel fyrir leikinn og þess háttar. Þetta er alltaf sameiginleg ábyrgð þjáflarans og leikmanna um að gíra sig upp.“ „En svo þegar maður fer yfir leikinn þá náttúrulega koma einhver sönnunargögn í ljós og fyrsta tilfinning er sú að strúktúrinn hafi verið mjög góður, pressan í báðum leikjum er búin að vera frábær – ég man ekki eftir því að íslenskt lið hafi pressað svona vel í tveimur leikjum á útivöllum. Það hefur komið fyrir í heimaleikjum að þeir nái górði pressu, en ekki á útivöllum. Við höfum náð að stjórna leikjum ágætlega með boltann, en það sem stingur í stúf eftir þessa tvo leiki er að við fáum rosalega fá færi, fáa krossa og það er eitthvað sem við þurfum að leggja áherslu á. Það er ekki fótbolti að mínu skapi að vera með tölfræðina svona lága í færum og krossum,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira