Rannsökuðu eigin samsæriskenningar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 13:38 Area 51 er fræg og umdeild herstöð í Nevada í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningarnar snúast um hana og geimverur. Getty/Mario Tama Fámenn sérstök skrifstofa í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði varið mögum mánuðum í að rannsaka samsæriskenningar um leynilegar tilraunir yfirvalda í Bandaríkjunum með furðulega furðuhluti, þegar þeir uppgötvuðu að einn þeirra, að minnsta kosti, átti uppruna í ráðuneytinu sjálfu. Rannsakendurnir fundu til að mynda upplýsingar um það að ofursti í flugher Bandaríkjanna fór á bar nærri umdeildri herstöð í Nevada sem kallast Area 51 á níunda áratugnum. Þar afhenti hann eiganda barsins myndir af hlutum sem áttu að geta verið geimskip. Myndirnar fóru upp á vegg í barnum og ýttu undir sögusagnir um leynilegar tilraunir hersins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal höfðu hermenn þó átt við myndirnar og viðurkenndi ofurstinn það í viðtali árið 2023. Hann sagði að markmiðið hefði verið að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í Area 51, þar sem Bandaríkjamenn voru að þróa mjög leynilegar herþotur sem erfitt er að finna með ratsjám. Forsvarsmenn herstöðvarinnar töldu að betra væri að ef heimamenn eða aðrir sæju þotur eins og F-117, teldu þeir að þarna væri verið að gera tilraunir á geimskipum en ekki raunverulegum leynilegum herþotum. Sovétmenn myndu ekki taka mark á slíkum fregnum og myndum af þotunum ef þær færu í dreifingu ef þeim fylgdi saga um að þetta væru myndir af fljúgandi furðuhlutum. Varnarmálaráðuneytið birti í fyrra skýrslu þar sem því var haldið fram að ekkert benti til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vissu af tilvist geimvera og væru að hylma yfir það. Ekki væri verið að gera tilraunir með geimför. Í frétt WSJ segir að skýrsla ráðuneytisins um að ekkert yfirvarp hafi átt sér stað, sé í raun yfirvarp. Hún snúist þó ekki um að hylja sannanir fyrir samsæriskenningum, heldur sé henni ætlað að hylma yfir það að yfirvöld hafi tekið þátt í að dreifa þessum samsæriskenningum og ýta undir þær. Upplýsingar sem hefðu getað kveðið samsæriskenningar í kútinn voru ekki birtar í skýrslunni til að leyna yfirstandandi leynilegum verkefnum og til að forðast að smána herinn. Gervihnattamynd af Area 51.Getty/Gallo Images/Orbital Horizon Blaðamenn WSJ ræddu við fjölda embættismanna og yfirmanna í herafla Bandaríkjanna og fóru yfir mikið magn gagna við rannsókn þeirra. Meðal annars kom í ljós að herinn dreifði fölskum skjölum og upplýsingum til að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í tengslum við leynilegar rannsóknir og þróun á hergögnum. Það var til að mynda gert til að reyna að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmust á snoðir um veikleika á vörnum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir dreifingu upplýsinga um kjarnorkuvopn ríkisins. Þessar fölsku sögur og gögn fóru í umfangsmikla dreifingu þar sem þær tóku breytingum og öðluðust eigið líf. Það sem ekki þykir ljóst er hvort að dreifing þessara samsæriskenninga var á vegum yfirmanna tiltekinna herstöðva eða hvort um var að ræða stærri áætlun innan ráðuneytisins. Skortur á gagnsæi innan ráðuneytisins hefur ýtt enn frekar undir samsæriskenningar. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, flestir þeirra Repúblikanar, hafa myndað sérstakan hóp sem ætlar sér að rannsaka fljúgandi furðuhluti. Þeir hafa meðal annars krafist gagna frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um það hverjir hafa komið að því að sækja brak úr fljúgandi furðuhlutum. Umfangsmikill hrekkur Að hluta til eru samsæriskenningar til komnar vegna undarlegrar busunar en um árabil var nýjum yfirmönnum yfir leynilegum verkefnum afhent mynd af geimfari og þeim sagt að Bandaríkjamenn væru að vinna að því að nýta tæknina úr geimfarinu. Um hrekk var að ræða en mönnunum var í flestum tilfellum aldrei gert grein fyrir því. Einn forsvarsmanna rannsóknar Varnarmálaráðuneytisins fór árið 2023 á fund Avril Haines, sem var þá yfir öllum leyniþjónustum Bandaríkjanna, og sagði henni frá hrekknum. Haines mun hafa vera mjög brugðið og spurði hvort þessi hrekkur gæti mögulega verið grunnurinn að langvarandi samsæriskenningum um að Bandaríkjamenn hefðu komið höndum yfir brak úr geimfari og hylmt yfir það. „Við vitum að þetta gekk á í áratugi. Við erum að tala um mörg hundruð manns. Þeir skrifuðu undir samning um þagnarskyldu. Þeir héldu að þetta væri raunverulegt.“ Í yfirlýsingu til WSJ staðfesti talskona Varnarmálaráðuneytisins að vísbendingar um áðurnefndar falskar upplýsingar hefðu fundist og að þær hefðu verið kynntar ráðamönnum. Hún sagði þessi gögn ekki hafa verið birt í skýrslunni í fyrra, vegna þess að rannsókninni hefði ekki verið lokið. Til stæði að birta aðra skýrslu seinna á þessu ári sem innihéldi þessar upplýsingar. Bandaríkin Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Rannsakendurnir fundu til að mynda upplýsingar um það að ofursti í flugher Bandaríkjanna fór á bar nærri umdeildri herstöð í Nevada sem kallast Area 51 á níunda áratugnum. Þar afhenti hann eiganda barsins myndir af hlutum sem áttu að geta verið geimskip. Myndirnar fóru upp á vegg í barnum og ýttu undir sögusagnir um leynilegar tilraunir hersins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal höfðu hermenn þó átt við myndirnar og viðurkenndi ofurstinn það í viðtali árið 2023. Hann sagði að markmiðið hefði verið að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í Area 51, þar sem Bandaríkjamenn voru að þróa mjög leynilegar herþotur sem erfitt er að finna með ratsjám. Forsvarsmenn herstöðvarinnar töldu að betra væri að ef heimamenn eða aðrir sæju þotur eins og F-117, teldu þeir að þarna væri verið að gera tilraunir á geimskipum en ekki raunverulegum leynilegum herþotum. Sovétmenn myndu ekki taka mark á slíkum fregnum og myndum af þotunum ef þær færu í dreifingu ef þeim fylgdi saga um að þetta væru myndir af fljúgandi furðuhlutum. Varnarmálaráðuneytið birti í fyrra skýrslu þar sem því var haldið fram að ekkert benti til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vissu af tilvist geimvera og væru að hylma yfir það. Ekki væri verið að gera tilraunir með geimför. Í frétt WSJ segir að skýrsla ráðuneytisins um að ekkert yfirvarp hafi átt sér stað, sé í raun yfirvarp. Hún snúist þó ekki um að hylja sannanir fyrir samsæriskenningum, heldur sé henni ætlað að hylma yfir það að yfirvöld hafi tekið þátt í að dreifa þessum samsæriskenningum og ýta undir þær. Upplýsingar sem hefðu getað kveðið samsæriskenningar í kútinn voru ekki birtar í skýrslunni til að leyna yfirstandandi leynilegum verkefnum og til að forðast að smána herinn. Gervihnattamynd af Area 51.Getty/Gallo Images/Orbital Horizon Blaðamenn WSJ ræddu við fjölda embættismanna og yfirmanna í herafla Bandaríkjanna og fóru yfir mikið magn gagna við rannsókn þeirra. Meðal annars kom í ljós að herinn dreifði fölskum skjölum og upplýsingum til að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í tengslum við leynilegar rannsóknir og þróun á hergögnum. Það var til að mynda gert til að reyna að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmust á snoðir um veikleika á vörnum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir dreifingu upplýsinga um kjarnorkuvopn ríkisins. Þessar fölsku sögur og gögn fóru í umfangsmikla dreifingu þar sem þær tóku breytingum og öðluðust eigið líf. Það sem ekki þykir ljóst er hvort að dreifing þessara samsæriskenninga var á vegum yfirmanna tiltekinna herstöðva eða hvort um var að ræða stærri áætlun innan ráðuneytisins. Skortur á gagnsæi innan ráðuneytisins hefur ýtt enn frekar undir samsæriskenningar. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, flestir þeirra Repúblikanar, hafa myndað sérstakan hóp sem ætlar sér að rannsaka fljúgandi furðuhluti. Þeir hafa meðal annars krafist gagna frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um það hverjir hafa komið að því að sækja brak úr fljúgandi furðuhlutum. Umfangsmikill hrekkur Að hluta til eru samsæriskenningar til komnar vegna undarlegrar busunar en um árabil var nýjum yfirmönnum yfir leynilegum verkefnum afhent mynd af geimfari og þeim sagt að Bandaríkjamenn væru að vinna að því að nýta tæknina úr geimfarinu. Um hrekk var að ræða en mönnunum var í flestum tilfellum aldrei gert grein fyrir því. Einn forsvarsmanna rannsóknar Varnarmálaráðuneytisins fór árið 2023 á fund Avril Haines, sem var þá yfir öllum leyniþjónustum Bandaríkjanna, og sagði henni frá hrekknum. Haines mun hafa vera mjög brugðið og spurði hvort þessi hrekkur gæti mögulega verið grunnurinn að langvarandi samsæriskenningum um að Bandaríkjamenn hefðu komið höndum yfir brak úr geimfari og hylmt yfir það. „Við vitum að þetta gekk á í áratugi. Við erum að tala um mörg hundruð manns. Þeir skrifuðu undir samning um þagnarskyldu. Þeir héldu að þetta væri raunverulegt.“ Í yfirlýsingu til WSJ staðfesti talskona Varnarmálaráðuneytisins að vísbendingar um áðurnefndar falskar upplýsingar hefðu fundist og að þær hefðu verið kynntar ráðamönnum. Hún sagði þessi gögn ekki hafa verið birt í skýrslunni í fyrra, vegna þess að rannsókninni hefði ekki verið lokið. Til stæði að birta aðra skýrslu seinna á þessu ári sem innihéldi þessar upplýsingar.
Bandaríkin Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“