Rannsökuðu eigin samsæriskenningar um fljúgandi furðuhluti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 13:38 Area 51 er fræg og umdeild herstöð í Nevada í Bandaríkjunum en margar samsæriskenningarnar snúast um hana og geimverur. Getty/Mario Tama Fámenn sérstök skrifstofa í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði varið mögum mánuðum í að rannsaka samsæriskenningar um leynilegar tilraunir yfirvalda í Bandaríkjunum með furðulega furðuhluti, þegar þeir uppgötvuðu að einn þeirra, að minnsta kosti, átti uppruna í ráðuneytinu sjálfu. Rannsakendurnir fundu til að mynda upplýsingar um það að ofursti í flugher Bandaríkjanna fór á bar nærri umdeildri herstöð í Nevada sem kallast Area 51 á níunda áratugnum. Þar afhenti hann eiganda barsins myndir af hlutum sem áttu að geta verið geimskip. Myndirnar fóru upp á vegg í barnum og ýttu undir sögusagnir um leynilegar tilraunir hersins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal höfðu hermenn þó átt við myndirnar og viðurkenndi ofurstinn það í viðtali árið 2023. Hann sagði að markmiðið hefði verið að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í Area 51, þar sem Bandaríkjamenn voru að þróa mjög leynilegar herþotur sem erfitt er að finna með ratsjám. Forsvarsmenn herstöðvarinnar töldu að betra væri að ef heimamenn eða aðrir sæju þotur eins og F-117, teldu þeir að þarna væri verið að gera tilraunir á geimskipum en ekki raunverulegum leynilegum herþotum. Sovétmenn myndu ekki taka mark á slíkum fregnum og myndum af þotunum ef þær færu í dreifingu ef þeim fylgdi saga um að þetta væru myndir af fljúgandi furðuhlutum. Varnarmálaráðuneytið birti í fyrra skýrslu þar sem því var haldið fram að ekkert benti til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vissu af tilvist geimvera og væru að hylma yfir það. Ekki væri verið að gera tilraunir með geimför. Í frétt WSJ segir að skýrsla ráðuneytisins um að ekkert yfirvarp hafi átt sér stað, sé í raun yfirvarp. Hún snúist þó ekki um að hylja sannanir fyrir samsæriskenningum, heldur sé henni ætlað að hylma yfir það að yfirvöld hafi tekið þátt í að dreifa þessum samsæriskenningum og ýta undir þær. Upplýsingar sem hefðu getað kveðið samsæriskenningar í kútinn voru ekki birtar í skýrslunni til að leyna yfirstandandi leynilegum verkefnum og til að forðast að smána herinn. Gervihnattamynd af Area 51.Getty/Gallo Images/Orbital Horizon Blaðamenn WSJ ræddu við fjölda embættismanna og yfirmanna í herafla Bandaríkjanna og fóru yfir mikið magn gagna við rannsókn þeirra. Meðal annars kom í ljós að herinn dreifði fölskum skjölum og upplýsingum til að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í tengslum við leynilegar rannsóknir og þróun á hergögnum. Það var til að mynda gert til að reyna að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmust á snoðir um veikleika á vörnum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir dreifingu upplýsinga um kjarnorkuvopn ríkisins. Þessar fölsku sögur og gögn fóru í umfangsmikla dreifingu þar sem þær tóku breytingum og öðluðust eigið líf. Það sem ekki þykir ljóst er hvort að dreifing þessara samsæriskenninga var á vegum yfirmanna tiltekinna herstöðva eða hvort um var að ræða stærri áætlun innan ráðuneytisins. Skortur á gagnsæi innan ráðuneytisins hefur ýtt enn frekar undir samsæriskenningar. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, flestir þeirra Repúblikanar, hafa myndað sérstakan hóp sem ætlar sér að rannsaka fljúgandi furðuhluti. Þeir hafa meðal annars krafist gagna frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um það hverjir hafa komið að því að sækja brak úr fljúgandi furðuhlutum. Umfangsmikill hrekkur Að hluta til eru samsæriskenningar til komnar vegna undarlegrar busunar en um árabil var nýjum yfirmönnum yfir leynilegum verkefnum afhent mynd af geimfari og þeim sagt að Bandaríkjamenn væru að vinna að því að nýta tæknina úr geimfarinu. Um hrekk var að ræða en mönnunum var í flestum tilfellum aldrei gert grein fyrir því. Einn forsvarsmanna rannsóknar Varnarmálaráðuneytisins fór árið 2023 á fund Avril Haines, sem var þá yfir öllum leyniþjónustum Bandaríkjanna, og sagði henni frá hrekknum. Haines mun hafa vera mjög brugðið og spurði hvort þessi hrekkur gæti mögulega verið grunnurinn að langvarandi samsæriskenningum um að Bandaríkjamenn hefðu komið höndum yfir brak úr geimfari og hylmt yfir það. „Við vitum að þetta gekk á í áratugi. Við erum að tala um mörg hundruð manns. Þeir skrifuðu undir samning um þagnarskyldu. Þeir héldu að þetta væri raunverulegt.“ Í yfirlýsingu til WSJ staðfesti talskona Varnarmálaráðuneytisins að vísbendingar um áðurnefndar falskar upplýsingar hefðu fundist og að þær hefðu verið kynntar ráðamönnum. Hún sagði þessi gögn ekki hafa verið birt í skýrslunni í fyrra, vegna þess að rannsókninni hefði ekki verið lokið. Til stæði að birta aðra skýrslu seinna á þessu ári sem innihéldi þessar upplýsingar. Bandaríkin Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Rannsakendurnir fundu til að mynda upplýsingar um það að ofursti í flugher Bandaríkjanna fór á bar nærri umdeildri herstöð í Nevada sem kallast Area 51 á níunda áratugnum. Þar afhenti hann eiganda barsins myndir af hlutum sem áttu að geta verið geimskip. Myndirnar fóru upp á vegg í barnum og ýttu undir sögusagnir um leynilegar tilraunir hersins. Samkvæmt frétt Wall Street Journal höfðu hermenn þó átt við myndirnar og viðurkenndi ofurstinn það í viðtali árið 2023. Hann sagði að markmiðið hefði verið að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í Area 51, þar sem Bandaríkjamenn voru að þróa mjög leynilegar herþotur sem erfitt er að finna með ratsjám. Forsvarsmenn herstöðvarinnar töldu að betra væri að ef heimamenn eða aðrir sæju þotur eins og F-117, teldu þeir að þarna væri verið að gera tilraunir á geimskipum en ekki raunverulegum leynilegum herþotum. Sovétmenn myndu ekki taka mark á slíkum fregnum og myndum af þotunum ef þær færu í dreifingu ef þeim fylgdi saga um að þetta væru myndir af fljúgandi furðuhlutum. Varnarmálaráðuneytið birti í fyrra skýrslu þar sem því var haldið fram að ekkert benti til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum vissu af tilvist geimvera og væru að hylma yfir það. Ekki væri verið að gera tilraunir með geimför. Í frétt WSJ segir að skýrsla ráðuneytisins um að ekkert yfirvarp hafi átt sér stað, sé í raun yfirvarp. Hún snúist þó ekki um að hylja sannanir fyrir samsæriskenningum, heldur sé henni ætlað að hylma yfir það að yfirvöld hafi tekið þátt í að dreifa þessum samsæriskenningum og ýta undir þær. Upplýsingar sem hefðu getað kveðið samsæriskenningar í kútinn voru ekki birtar í skýrslunni til að leyna yfirstandandi leynilegum verkefnum og til að forðast að smána herinn. Gervihnattamynd af Area 51.Getty/Gallo Images/Orbital Horizon Blaðamenn WSJ ræddu við fjölda embættismanna og yfirmanna í herafla Bandaríkjanna og fóru yfir mikið magn gagna við rannsókn þeirra. Meðal annars kom í ljós að herinn dreifði fölskum skjölum og upplýsingum til að reyna að hylma yfir það sem var raunverulega að gerast í tengslum við leynilegar rannsóknir og þróun á hergögnum. Það var til að mynda gert til að reyna að koma í veg fyrir að Sovétmenn kæmust á snoðir um veikleika á vörnum Bandaríkjanna og koma í veg fyrir dreifingu upplýsinga um kjarnorkuvopn ríkisins. Þessar fölsku sögur og gögn fóru í umfangsmikla dreifingu þar sem þær tóku breytingum og öðluðust eigið líf. Það sem ekki þykir ljóst er hvort að dreifing þessara samsæriskenninga var á vegum yfirmanna tiltekinna herstöðva eða hvort um var að ræða stærri áætlun innan ráðuneytisins. Skortur á gagnsæi innan ráðuneytisins hefur ýtt enn frekar undir samsæriskenningar. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna, flestir þeirra Repúblikanar, hafa myndað sérstakan hóp sem ætlar sér að rannsaka fljúgandi furðuhluti. Þeir hafa meðal annars krafist gagna frá leyniþjónustum Bandaríkjanna um það hverjir hafa komið að því að sækja brak úr fljúgandi furðuhlutum. Umfangsmikill hrekkur Að hluta til eru samsæriskenningar til komnar vegna undarlegrar busunar en um árabil var nýjum yfirmönnum yfir leynilegum verkefnum afhent mynd af geimfari og þeim sagt að Bandaríkjamenn væru að vinna að því að nýta tæknina úr geimfarinu. Um hrekk var að ræða en mönnunum var í flestum tilfellum aldrei gert grein fyrir því. Einn forsvarsmanna rannsóknar Varnarmálaráðuneytisins fór árið 2023 á fund Avril Haines, sem var þá yfir öllum leyniþjónustum Bandaríkjanna, og sagði henni frá hrekknum. Haines mun hafa vera mjög brugðið og spurði hvort þessi hrekkur gæti mögulega verið grunnurinn að langvarandi samsæriskenningum um að Bandaríkjamenn hefðu komið höndum yfir brak úr geimfari og hylmt yfir það. „Við vitum að þetta gekk á í áratugi. Við erum að tala um mörg hundruð manns. Þeir skrifuðu undir samning um þagnarskyldu. Þeir héldu að þetta væri raunverulegt.“ Í yfirlýsingu til WSJ staðfesti talskona Varnarmálaráðuneytisins að vísbendingar um áðurnefndar falskar upplýsingar hefðu fundist og að þær hefðu verið kynntar ráðamönnum. Hún sagði þessi gögn ekki hafa verið birt í skýrslunni í fyrra, vegna þess að rannsókninni hefði ekki verið lokið. Til stæði að birta aðra skýrslu seinna á þessu ári sem innihéldi þessar upplýsingar.
Bandaríkin Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira