Heimi fannst lítið mál að svara glerhúsagagnrýni gamla landsliðsþjálfarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 14:02 Heimir Hallgrímsson var brosmildur á blaðmannafundi írska knattspyrnusambandsins. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson þarf að verjast gagnrýni úr mörgum áttum eftir að hann tók við sem landsliðsþjálfari Íra. Auðvitað finna knattspyrnuspekingar að spilamennskunni og slökum úrslitum en sumir gagnrýna líka val á mótherjum. Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Brian Kerr er fyrrum landsliðsþjálfari Íra en hann gagnrýndi það að írska liðið sé að spila vináttulandsleik við afrískt landslið til að undirbúa sig fyrir leiki í undankeppni EM. Írar gerðu 1-1 jafntefli við Senegal í vináttulandsleik á föstudaginn en mæta svo Lúxemborg á þriðjudaginn. „Ég skil ekki af hverju liðið er að spila við Senegal vitandi að við erum að fara spila við Danmörku eða Portúgal,“ sagði Brian Kerr. „Næstu leikir okkar eru Ungverjaland, Danmörk, Portúgal og Armenía. Ég botna ekkert í þessu,“ sagði Kerr. Blaðamaður Irish Times rifjaði það líka upp að írska landsliðið hefði spilað við Ástralíu, Kanada, Brasilíu, Nígeríu, Jamaíka og Kína í vináttuleikjum í kringum leiki í undankeppni HM þegar Kerr var sjálfur landsliðsþjálfari. Ummæli Kerr voru borin undir Heimi. „Ég skal svara þessu enda lítið mál að gera það,“ sagði Heimir. „Í fyrsta lagi þá var það mjög erfitt að finna mótherja í þessum glugga af því að margar þjóðir eru að spila í undankeppni HM og aðrar voru búnir að skipuleggja vináttulandsleiki. Það var því ekki margt í boði,“ sagði Heimir. „Senegal var að spila við England og er heimsklassalið. Við viljum mæta sterku liði og þeir voru líklegast öflugasta landsliðið í boði fyrir okkur í þessum glugga,“ sagði Heimir. „Það hefði ekki verið gott fyrir okkur að mæta tveimur þjóðum sem eru fyrir neðan okkur á styrkleikalistanum. Það væri ekki sami undirbúningur,“ sagði Heimir en seinni leikurinn er á móti Lúxemborg. „Að mæta ólíkum mótherjum er líka heilbrigt og krefjandi fyrir okkar leikmenn enda öðruvísi ógnir inn á vellinum og við getum þróað okkar leik gegn þeim,“ sagði Heimir. „Ef við komust síðan á HM þá þurfum við að mæta þjóðum frá Afríku, Asíu þannig að þetta er góður undirbúningur,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. 8. júní 2025 09:00