Tók 12 ár að breyta reglum um bætur vegna seinkun flugferða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 23:39 Meðal þeirra sem voru óánægðir með ákvörðunina voru Airlines for Europe sem eru meðal annars fulltrúar EasyJet EPA Aðildarríki Evrópusambandsins hafa ákveðið að lengja tímann sem seinka megi flugferðum þar til farþegar eigi rétt á bótum. Ákvörðunin tók tólf ár. Gildandi reglur segja að flugferð þurfi að tefjast um meira en þrjár klukkustundir þar til þeir geta krafist bóta vegna seinkunarinnar. Nýju reglurnar segja hins vegar að farþegar sem eru á leið í stutt flug þurfi að bíða í fjórar klukkustundir en farþegar á leið í löng flug í sex. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hækka einnig bætur ferðalanga sem lenda í töfunum. Nú ættu þeir sem eru á leið í stutt flug að fá 250 til þrjú hundruð evrur, eða um 36 til 43 þúsund krónur. Þeir á leið í lengri flug eru ekki eins heppnir og lækka bætur þeirra úr sex hundruð í fimm hundruð evrur, eða úr rúmum 86 þúsund krónum í um 72 þúsund krónur. Endurskoðun reglnanna hefur tekið tólf ár, en þetta var fyrst tekið fyrir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013. Þrátt fyrir að aðildarríkin hafi náð samkomulagi á reglugerðin enn eftir að fara fyrir Evrópuþingið áður en þær verða að lögum. Skiptar skoðanir eru á þessum breytingum samkvæmt umfjöllun The Guardian. Evrópsku neytendasamtökin sögðu að meirihluti farþega myndi missa rétt sinn til bóta á meðan viðskiptasamtökin Airlines for Europe fordæmdu breytingarnar þar sem þau vildu að tafir gætu verið enn lengri áður en farþeginn á rétt á bótum. Airlines for Europe eru fulltrúar meðal annars Ryanair, EasyJet og Lufthansa. „Í stað þess að leyfa tafir upp að fimm og níu klukkustundum sem myndi spara allt að sjötíu prósentum af aflýstum flugum sem hægt væri að koma af stað, hafa aðildarríkin þynnt út upprunalegu tillögu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og gert þær enn flóknari,“ sagði Ourania Georgoutsakou, framkvæmdastjóri Airlines for Europe. Evrópusambandið Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Gildandi reglur segja að flugferð þurfi að tefjast um meira en þrjár klukkustundir þar til þeir geta krafist bóta vegna seinkunarinnar. Nýju reglurnar segja hins vegar að farþegar sem eru á leið í stutt flug þurfi að bíða í fjórar klukkustundir en farþegar á leið í löng flug í sex. Hins vegar var tekin ákvörðun um að hækka einnig bætur ferðalanga sem lenda í töfunum. Nú ættu þeir sem eru á leið í stutt flug að fá 250 til þrjú hundruð evrur, eða um 36 til 43 þúsund krónur. Þeir á leið í lengri flug eru ekki eins heppnir og lækka bætur þeirra úr sex hundruð í fimm hundruð evrur, eða úr rúmum 86 þúsund krónum í um 72 þúsund krónur. Endurskoðun reglnanna hefur tekið tólf ár, en þetta var fyrst tekið fyrir af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins árið 2013. Þrátt fyrir að aðildarríkin hafi náð samkomulagi á reglugerðin enn eftir að fara fyrir Evrópuþingið áður en þær verða að lögum. Skiptar skoðanir eru á þessum breytingum samkvæmt umfjöllun The Guardian. Evrópsku neytendasamtökin sögðu að meirihluti farþega myndi missa rétt sinn til bóta á meðan viðskiptasamtökin Airlines for Europe fordæmdu breytingarnar þar sem þau vildu að tafir gætu verið enn lengri áður en farþeginn á rétt á bótum. Airlines for Europe eru fulltrúar meðal annars Ryanair, EasyJet og Lufthansa. „Í stað þess að leyfa tafir upp að fimm og níu klukkustundum sem myndi spara allt að sjötíu prósentum af aflýstum flugum sem hægt væri að koma af stað, hafa aðildarríkin þynnt út upprunalegu tillögu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og gert þær enn flóknari,“ sagði Ourania Georgoutsakou, framkvæmdastjóri Airlines for Europe.
Evrópusambandið Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira