FIFA enn á ný með hendurnar í olíupeningunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 14:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, með vinum sínum frá Sádi Arabíu þegar heimsmeistarakeppni félagsliða fór fram á þeim slóðum fyrir tveimur árum síðan. Getty/Francois Nel Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í gær um nýjan styrktaraðila fyrir heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst eftir rétt rúma viku. FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira
FIFA náði samkomulagi við fjárfestingarsjóð sádi-arabíska ríkisins um að það fjárfesti í þessari nýju keppni. 32 félagslið taka þátt í heimsmeistarakeppni félagliða og keppnin tekur heilan mánuð. Miðasalan gengur samt ekki vel og FIFA þurfti eflaust að sækja sér meiri pening enda hefur samandið gefið það út að verðlaunaféð mótsins verði ríkulegt. Eins og oft áður þá sækir FIFA í olíupeningana á Arabíuskaganum og gefur lítið fyrir lítið fyrir gagnrýni vegna mannréttindabrota í landinu. „Þetta samstarf FIFA og PIF sýnir og sannar að við höfum sömu sýn á það að auka þátttöku í íþróttinni, búa til ný tækifæri, ýta undir framþróun og virkja knattspyrnuáhugafólk út um allan heim,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, á samfélagsmiðlum. „PIF er að búa til sína arfleið innan íþróttanna í gegnum samstarf sitt og með það markmið að ná jákvæðum og varanlegum árangri á öllum sviðum. Allt frá leikmönnum, stuðningsmönnum og til samfélags gestgjafanna,“ sagði Mohammed AlSayyad, yfirmaður markaðsmála hjá fjárfestingarsjóði sádi-arabíska ríkisins. Sádi-arabíska ríkið hefur fjárfest ríkulega í íþróttum á síðustu árum en margir líta á það sem þeirra leið til bæta ásýnd landsins á alþjóðlegum vettvangi. Mikið hefur verið rætt og skrifað um mannréttindabrot í landinu en Sádar neita öllum slíkum ásökunum. Sádí-Arabía er fyrir löngu orðinn góður samstarfsaðili FIFA og mun líka halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2034. Þetta er því ekki í fyrsta sinn sem Infantino og FIFA fara með hendurnar í olíupeningana.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Sjá meira