„Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ Hjörvar Ólafsson skrifar 6. júní 2025 21:28 Arnar Bergmann Gunnlaugsson nældi í sinn fyrsta sigur sem þjálfari Íslands í kvöld. Mynd/Steve Welsh/Getty Images Arnar Bergmann Gunnlaugsson gat týnt fjölmargt jákvætt úr sigri íslenska karlalandsliðsins geng Skotlandi í vináttulandsleik liðanna á Hampden Park í kvöld. Arnar Bergmann var að vinna sinn fyrsta sigur sem þjálfari íslenska liðsins. „Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
„Mér líður mjög vel eftir þennan siugr. Þetta var fagmannleg frammistaða hjá leikmönnum liðsins. Við unnum vel fyrir því að komast yfir og ná forystunni aftur eftir að þeir jöfnuðu. Svo spiluðum við þéttan varnarleik og sigldum sigrinum í höfn,“ sagði Arnar Bergmann að leik loknum. „Leikmenn voru mjög sáttir með sigurinn í klefanum eftir leikinn og ánægðir með hvernig þær spiluðu og sigurinn. Ég vona að “ einnig hafi verið sátt með þennan sigur og hvernig við spiluðum,“ sagði Arnar enn fremur. Elías Rafn Ólafsson spilaði í markinu hjá íslenska liðinu í þessum leik og spilaði afar vel. Arnar var spurður út í hvernig staðan var í samkeppni Elíasar Rafns og Hákons Rafns Valdimarssonar sem hefur átt fast sæti í íslenska markinu undanfarin ár. Klippa: „Ánægður með leikstjórnina hjá leikmönnum liðsins“ „Við erum með tvo góða markmenn í okkar herbúðum og Anton Ari hefur einnig staðið sig vel á æfingum. Það er bara heilbrigð samkeppni milli Hákons Rafns og Elíasar Rafns um stöðuna og þeir vitaf því. Margir vilja að annar markvörðurinn sé klárlega númer eitt og hinn sitji bara þolinmóður á varamannabekknum í mörg ár eftir sínu tækifæri. Ég er alveg sammála því að markmannsstaðan er sérstök og það þarf að myndast traust á milli markmanns og varnarlínu en ég er á því að það megi alveg skipta leikjum á milli markmanna eins og annarra leikmanna liðsins,“ sagði Arnar um markmannsstöðuna. Elías Rafn Ólafsson grípur vel inn í þegar Scott McTominay sækir að honum. Mynd/Steve Welsh/Getty Images „Það var gott að geta gefið Herði Björgvini mínútur inni á vellinum eftir meiðslin og sjá hvar hann stendur. Hann er eðlilega smá ryðgaður eftir langa fjarveru en komst mjög vel frá þessu verkefni,“ sagði Arnar um miðvörðinn. „Mér fannst við stýra þessum leik vel og spila af meiri klókindum. Halda boltanum þegar við átti og leysa pressuna en lyfta boltanum yfir pressuna og fara í langa bolta þegar þess þurfti. Leikstjórnin var góð og við létum ekki ytri aðstæður hafa áhrif á okkur. Það er erfitt og eiginlega ómögulegt að kenna það. Þetta er eitthvað sem kemur bara með reynslunni,“ sagði þjálfarinn sáttur. „Það var gott að ná að drepa leikinn með mörgum sendingum í upphafi seinni hálfeiks og þeir komust aldrei í takt við leikinn fannst mér. Völlurinn þagnaði og stemmingin innan vallar og utan súrnaði sem er jákvætt. Síðustu 20 mínúturnar spiluðu við fótbolta sem er ekki sá leikstíll sem ég vil leggja upp með og ég myndi ekki vilja spila þannig í 90 mínútur,“ sagði Arnar um þróun leiksins. Ísland mætir Norður-Írum í öðrum vináttulandsleik á þriðjudaginn og Arnar var spurður út í hvernig hann myndi nálgast þann leik: „Það er langt síðan við unnum tvo leiki í sama glugga, ég held að það hafi gerst síðast árið 2018 eða 2019. Við þurfum líklega að gera einhverjar breytingar á liðinu en við munum halda kjarnanum inni í byrjunarliðinu og freista þess að krækja í sigur þar. Það getur gefið mómentum og aukinn áhuga heima að hafa betur í tveimur leikjum í röð.“ Hörður Björgvin Magnússon er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband. Mynd/Craig Williamson/Getty Images
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira