Mörgu ábótavant við byggingu Brákarborgar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. júní 2025 23:40 Leikskólinn Brákarborg hefur staðið tómur síðan mistök við framkvæmdir á húsnæðinu komu í ljós. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla sem kynnt var fyrir borgarráði í dag um framkvæmdir í leikskólanum Brákarborg sýnir að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Til að mynda hófust framkvæmdir á þaki hússins áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Starfsemi hófst í leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg síðsumars 2022. Seinna meir kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við byggingu hússins, álag ásteypulags og torf á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Það olli meðal annars sprungum í veggjum byggingarinnar og ójöfnu gólfi. Sumarið 2024 voru öll börnin færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð. Í lok sumars 2024 fól borgarráð Innri endurskoðun og ráðgjöfum borgarinnar (IER) að framkvæma sjálfstæða heildarúttekt á framkvæmd leikskólans. Skýrsla IER var kynnt borgarráði í dag þar sem lagðar voru fram fjórtán tillögur að umbótum. Þar af eru þrjár tillögur um burðarvirkishönnun og burðarvirki, þrjár um ábendingar um hvernig megi bæti eftirlit með mannvirkjagerð, fimm ábendingar um hagkvæmari og skilvirkari framkvæmdir og þrjár um stjórnskipulag, gæðakerfi og mönnun. Þá kom fram að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ætti að meta hvort sækja eigi skaðabætur til verktaka og ráðgjafa vegna málsins. Nú hefur borgarráð samþykkt að skipa eigi starfshóp að vinna upp úr úttekt IER og „vinna að umbótum er varða eftirfylgni á hönnun, framkvæmdum og eftirliti með framkvæmdum á vegum borgarinnar.“ Alls komu sjö aðilar að hönnun Brákarborgar; Arkís ehf., Verkís ehf., Kanon ehf., Arkamon ehf., Teknik ehf., Liska ehf. og Cowi ehf. IER telur að þar hafi of margir komið að verkefninu. „Aðrar leiðir hefðu mögulega getað skilað öruggari tryggingum, skýrari ábyrgðarskiptingu og hagkvæmari innkaupum,“ stendur í skýrslunni. Vanhæfur burðarvirkishönnuður og óuppfylltir jarðskjálftastaðlar Í skýrslu IER kemur fram að við kaup Reykjavíkurborgar á húsnæðinu við Kleppsveg hafi verið framkvæmd ástandsskoðun en ekki sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna. Það sé mikilvægt að þess konar skoðun fari fram þegar kaupendur hyggjast eiga í framkvæmdum. Eftir að sprungur í veggjunum fóru að myndast kom einnig í ljós að byggingar leikskólans uppfylltu ekki gildandi jarðskjálftastaðla. Burðarvirkishönnuðurinn sem var ráðinn í verkið á þeim grundvelli að hann bauð lægsta verðið er talinn hafa ekki uppfyllt hæfisskilyrði samkvæmt IER. Þá vantaði einnig mikilvæg gögn í útboð á verkefninu líkt og burðarvirkisuppdrætti og greinargerð um burðarhæfni byggingarinnar þar sem tekið er tillit til áætlaðrar notkunar. Að auki skilaði burðarvirkishönnuður ekki burðarvirkisuppdráttum. „IER óskaði eftir vinnugögnum og útreikningum frá burðarvirkishönnuði vegna burðarvirkis Brákarborgar. Engum vinnugögnum var skilað inn.“ Þá kemur fram að byggingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við skort á gögnum í skýrslunum sínum. Benda á hvor annan Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdir á þakinu, þar sem álag ásteypulags og torfs var meira en tilgreint á teikningum, hófust „áður en stimplaðar og samræmdar teikningar frá aðalhönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.“ Ekki liggur fyrir um hver sagði að framkvæmdir ættu að hefjast án teikninganna. Í skýrslunni segir að umsjónar- og eftirlitsaðilinn „sagði að rík krafa hefði verið frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki.“ Hins vegar sagðist aðilinn ekki ábyrgur fyrir þessari ákvörðun heldur hafi skipunin komið frá fulltrúa verkkaupa í samráði við hönnuði. Skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjöfum borgarinnar má lesa hér. Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira
Starfsemi hófst í leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg síðsumars 2022. Seinna meir kom í ljós að mistök höfðu verið gerð við byggingu hússins, álag ásteypulags og torf á þaki skólans hafi verið meira en tilgreint var á teikningum. Það olli meðal annars sprungum í veggjum byggingarinnar og ójöfnu gólfi. Sumarið 2024 voru öll börnin færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð. Í lok sumars 2024 fól borgarráð Innri endurskoðun og ráðgjöfum borgarinnar (IER) að framkvæma sjálfstæða heildarúttekt á framkvæmd leikskólans. Skýrsla IER var kynnt borgarráði í dag þar sem lagðar voru fram fjórtán tillögur að umbótum. Þar af eru þrjár tillögur um burðarvirkishönnun og burðarvirki, þrjár um ábendingar um hvernig megi bæti eftirlit með mannvirkjagerð, fimm ábendingar um hagkvæmari og skilvirkari framkvæmdir og þrjár um stjórnskipulag, gæðakerfi og mönnun. Þá kom fram að umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar ætti að meta hvort sækja eigi skaðabætur til verktaka og ráðgjafa vegna málsins. Nú hefur borgarráð samþykkt að skipa eigi starfshóp að vinna upp úr úttekt IER og „vinna að umbótum er varða eftirfylgni á hönnun, framkvæmdum og eftirliti með framkvæmdum á vegum borgarinnar.“ Alls komu sjö aðilar að hönnun Brákarborgar; Arkís ehf., Verkís ehf., Kanon ehf., Arkamon ehf., Teknik ehf., Liska ehf. og Cowi ehf. IER telur að þar hafi of margir komið að verkefninu. „Aðrar leiðir hefðu mögulega getað skilað öruggari tryggingum, skýrari ábyrgðarskiptingu og hagkvæmari innkaupum,“ stendur í skýrslunni. Vanhæfur burðarvirkishönnuður og óuppfylltir jarðskjálftastaðlar Í skýrslu IER kemur fram að við kaup Reykjavíkurborgar á húsnæðinu við Kleppsveg hafi verið framkvæmd ástandsskoðun en ekki sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna. Það sé mikilvægt að þess konar skoðun fari fram þegar kaupendur hyggjast eiga í framkvæmdum. Eftir að sprungur í veggjunum fóru að myndast kom einnig í ljós að byggingar leikskólans uppfylltu ekki gildandi jarðskjálftastaðla. Burðarvirkishönnuðurinn sem var ráðinn í verkið á þeim grundvelli að hann bauð lægsta verðið er talinn hafa ekki uppfyllt hæfisskilyrði samkvæmt IER. Þá vantaði einnig mikilvæg gögn í útboð á verkefninu líkt og burðarvirkisuppdrætti og greinargerð um burðarhæfni byggingarinnar þar sem tekið er tillit til áætlaðrar notkunar. Að auki skilaði burðarvirkishönnuður ekki burðarvirkisuppdráttum. „IER óskaði eftir vinnugögnum og útreikningum frá burðarvirkishönnuði vegna burðarvirkis Brákarborgar. Engum vinnugögnum var skilað inn.“ Þá kemur fram að byggingarstjóri hefði átt að gera athugasemd við skort á gögnum í skýrslunum sínum. Benda á hvor annan Í skýrslunni kemur fram að framkvæmdir á þakinu, þar sem álag ásteypulags og torfs var meira en tilgreint á teikningum, hófust „áður en stimplaðar og samræmdar teikningar frá aðalhönnuði og burðarvirkishönnuði lágu fyrir frá byggingarfulltrúa.“ Ekki liggur fyrir um hver sagði að framkvæmdir ættu að hefjast án teikninganna. Í skýrslunni segir að umsjónar- og eftirlitsaðilinn „sagði að rík krafa hefði verið frá fulltrúa verkkaupa um að verkið tefðist ekki.“ Hins vegar sagðist aðilinn ekki ábyrgur fyrir þessari ákvörðun heldur hafi skipunin komið frá fulltrúa verkkaupa í samráði við hönnuði. Skýrslu Innri endurskoðunar og ráðgjöfum borgarinnar má lesa hér.
Leikskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Fleiri fréttir Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Sjá meira