Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra boðaði breytingarnar í maí. Vísir/Anton Brink Litið verður til hagræðingatillagna starfshóps forsætisráðherra um að létt verði á jafnlaunavottun og að stærðarmörk fyrirtækja til jafnlaunavottunar verði hækkuð í fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana. Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu. Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Greint var frá því í síðasta mánuði að til standi að leggja fram frumvarp um að vinda ofan af jafnlaunavottun á Íslandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sagði frá áformunum eftir að Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi núverandi fyrirkomulag harðlega. Diljá hefur lengi gagnrýnt jafnlaunavottun og sagt gögn sanna að enginn munur sé á kynbundnum launamun með eða án hennar. Sjá einnig: Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Áform dómsmálaráðuneytisins um frumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda á mánudag. Þar kemur fram að um ræði frumvörp til lagabreytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um stjórnsýslu jafnréttismála. Skilvirkni og sparnaður Átta ár eru frá því að lög um jafnlaunavottun tóku gildi. Árið 2020 var jafnréttislögum breytt á þann hátt að minnstu fyrirtækin á hinum almenna markaði var gefinn kostur á að velja milli þess að fá jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu, sem er kostnaðarminni í framkvæmd. „Nú þegar nokkur ár eru liðin frá því að framangreind lög tóku gildi er ástæða til að endurskoða lög og reglur um jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana með tilliti til reynslu af kerfinu og ábendinga sem fram hafa komið um framkvæmd þess. Einnig verður horft til tillagna starfshóps forsætisráðherra um hagræðingu í ríkisrekstri sem skilað var til ríkisstjórnar 4. mars um að létt verði á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð,“ segir í áformunum. Fram kemur að breytingar verði gerðar til að gera jafnlaunakerfið skilvirkara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess. Nánari útfærsla á breytingunum liggi ekki fyrir. Úttekt á þriggja ára fresti Tillögur starfshópsins fela meðala annars í sér að fyrirtæki undir fimmtíu stöðugildum þurfi ekki að fá jafnlaunastaðfestingu, og að fyrirtæki og stofnanir með færri en 100 stöðugildi þurfi ekki að fá jafnlaunavottun. Einnig er lagt til að ytri úttekt vegna jafnlaunavottunar verði ekki árleg krafa heldur á þriggja ára fresti, en í áformum um frumvarpið er ekki minnst á þá tillögu. Áætlað hagræði fyrir hið opinbera samkvæmt starfshópnum er 1,5 milljarður króna á tímabilinu en stærsti hluti hagræðisins komi fram hjá atvinnulífinu.
Jafnréttismál Kjaramál Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Jafnlaunavottun sé orðin að bissness Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hyggst leggja til breytingar á lögum um jafnlaunavottun þannig að hún verði valkvæð en ekki skylda líkt og í dag. Hún segir engan marktækan mun á kynbundnum launamun fyrirtækja með vottunina og þeirra sem séu án hennar. 28. febrúar 2024 08:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði