„Rangstaða og hefði ekki staðið með VAR“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 21:19 Fyrra mark Frakklands hefði aldrei átt að standa. vísir / anton brink Glódís Perla Viggósdóttir segir mörkin sem Ísland fékk á sig í 2-0 tapinu gegn Frakklandi mjög pirrandi. Hún tapaði hlutkestinu þriðja leikinn í röð á Laugardalsvelli og þótti vont að spila á móti vindi í seinni hálfleik. „Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
„Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira