Ísak áreittur af stuðningsmönnum: „Hef aldrei séð svona áður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. júní 2025 08:02 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Düsseldorf. Stefan Brauer/DeFodi Images via Getty Images Ísak Bergmann Jóhannesson varð að loka fyrir athugasemdir á samfélagsmiðlum þegar hann samdi við Köln. Hann yfirgefur erkifjendurna í Düsseldorf og fær að upplifa drauminn, að spila í Bundesligunni. Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“ Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Landsliðsmaðurinn gerir samning við Köln til ársins 2030 en liðið tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann hafði verið á mála hjá Fortuna Düsseldorf síðan 2023. Köln greiðir 800 milljónir íslenskar fyrir leikmanninn. Hann lék alls 61 leik fyrir Fortuna Dusseldorf í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim 15 mörk og gaf 11 stoðsendingar. Ísak er nú staddur í Skotlandi að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Skotum á föstudagskvöldið. „Mér líður mjög vel að fá að upplifa að spila í Bundesligunni. Auðvitað eru þetta smá blendnar tilfinningar því það er búið að vera mjög mikið í gangi því að Köln og Düsseldorf eru erkifjendur og ég er búinn að fá mikið af skilaboðum og ég þurfti að slökkva á athugasemdum á Instagram. En ég er ótrúlega ánægður og stoltur að fá að spila í efstu deild sem hefur verið draumur frá því ég var lítill strákur,“ segir Ísak í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Vissi að þetta kæmi „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun.“ Ísak fór frá Íslandi með einkaflugvél til að ganga frá samningi sínum við Köln. „Köln fær bara hrós fyrir þetta. Þeir sendu vélina til Íslands þar sem ég var að fara út með landsliðinu. Þetta var mjög pro og ég hef aldrei prufað að fara í svona vél og er kannski ekki mikil týpa til að fara í svona vél. En þetta var mjög gaman en ég og kærastan eru samt smá flughrædd en þetta gekk vel.“ Hann segir að forsvarsmenn Köln hafi mikla trúa sér. „Þeir hafa trú á mér á miðjusvæðinu og hafa verið að fylgjast með mér lengi. Það er stutt fyrir þá að fara frá Köln yfir til Düsseldorf.“
Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn