Mikil spenna fyrir vígsluleiknum á Laugardalsvelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 10:38 Íslenska kvennalandsliðið æfði á nýju grasi Laugardalsvallar í gær. Mikil spenna ríkir hjá íslenska kvennalandsliðinu, og þjóðinni allri eflaust, fyrir vígsluleiknum á nýja blandaða grasinu á Laugardalsvelli í kvöld. Frakkland kemur í heimsókn og stelpurnar okkar þurfa að sækja til sigurs. Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Framkvæmdar hafa staðið yfir í allan vetur, völlurinn færður nær stúkunni, hlaupabrautin farin burt og þegar tók að vora var sáð blönduðu grasi. Fjallað var um nýja grasið í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Glódís Perla Viggósdóttir segist aldrei hafa æft eða spilað á jafn góðum Laugardalsvelli. „Aðstæðurnar á grasinu á morgun verða upp á tíu, þó það verði ekki bestu veðuraðstæður“ sagði landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir á blaðamannafundi í gær. Glódís Perla á æfingu gærdagsins. vísir / anton brink Veðurviðvörun er í gildi á landinu öllu í dag, von er á töluverðum vindi og vætu þegar leikurinn fer fram klukkan sex í kvöld. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir aðstæðurnar geta nýst íslenska liðinu. „Við erum vön þessu og þetta snýst bara um að elska íslenskt veður, njóta þess að spila“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundinum og benti á að franskir fjölmiðlar væru mjög áhyggjufullir yfir veðrinu. Laugardalsvöllur í allri sinni dýrð, laus við hlaupabrautina frægu. vísir / anton brink Meiri tilhlökkun en vanalega Vígsluleikur kvöldsins er sá síðasti hjá stelpunum okkar fyrir Evrópumótið sem fer fram í Sviss í næsta mánuði. Guðný Árnadóttir, varnarmaður Íslands, segir meiri tilhlökkun í liðinu en vanalega. „Við vorum að koma af vellinum, aðeins að skoða og hann lítur svo vel út. Það eru allir spenntir að fara út á völl og spila“ sagði Guðný í viðtali við Aron Guðmundsson í fyrradag, sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Guðný Árnadóttir ræðir Frakklandsleikinn og lífið í Kristianstad Ísland þarf að sækja til sigurs gegn ógnarsterku og ósigruðu liði Frakklands, til að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland og Frakkland mættust ytra í febrúar þar sem 3-2 tap varð niðurstaðan. Guðný segir Ísland eiga góðan möguleika. „Stutt síðan við spiluðum við þær síðast og skoruðum mörk þar, þannig að það er gott að vita að við getum skorað mörk á móti svona góðu liði. Við þurfum bara að standa vörnina og trúa því að við getum unnið þennan leik, þá sé ég fullt af möguleikum“ sagði Guðný. Guðný í bakgrunni á sendingaræfingu landsliðsins í gær.vísir / anton brink Ein af þremur landsliðskonum í Kristianstad Guðný er ein af þremur leikmönnum í íslenska landsliðshópnum sem spilar fyrir Kristianstad í Svíþjóð og framlengdi nýlega samning sinn við félagið. Henni líður vel í Íslendingasamfélaginu í Svíþjóð. „Maður skrifar undir samning þar sem manni líður vel og ég er spennt fyrir því að klára þetta tímabil, búið að ganga vel og ég er spennt fyrir framhaldinu þar… Við erum búin að vinna núna á móti liðunum tveimur sem eru talin vera best, Hammarby og Hacken, þannig að við erum með fulla trú og finnst við geta unnið alla“ sagði Guðný
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira