Fundaði með borginni: „Hef upplifað ýmislegt en aldrei svona grimmd“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2025 23:01 Brynjar segir félagið hafa byrjað að ganga á eftir borginni í febrúar vegna rekstrarsamningsins sem rann út á dögunum. Borgin hafi dregið félagið á asnaeyrunum sem á meðan missti frá sér þjálfara og styrktaraðila. Vísir/Anton Brink „Ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa þessu. Ég hef upplifað ýmislegt en ég hef aldrei upplifað svona grimmd,“ segir Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu í samtali við fréttamann. Hann fundaði með fulltrúum íþrótta- og menningarsviðs Reykjavíkurborgar um framtíð Aþenu í dag. Fjallað hefur verið um afdrif körfuboltafélagsins Aþenu undanfarna daga, en rekstrarsamningur félagsins við borgina um notkun íþróttahúsnæðis rann út þann 31. maí. Í Facebook færslu þann dag sagði Brynjar ekkert benda til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur væri á þrotum. Að óbreyttu yrði félagið lagt niður í lok vikunnar. Fátt um svör hvers vegna Vongóður fundaði Brynjar ásamt öðrum fulltrúum Aþenu með Skúla Helgasyni, formanni íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar, og Steinþóri Einarssyni, sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, í dag. Á Facebook greinir hann frá því að á fundinum hafi meðal annars komið fram að borgin muni ekki endurnýja samning við Aþenu undir nafni félagsins. Þá hafi félaginu aðeins verið boðinn afmarkaður aðgangur að tímum í húsnæðinu en ekki lyklavöld eða full stjórn á húsinu í samvinnu við Leikni. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að vegna þessa sé staðan enn óbreytt, félagið verði lagt niður í lok vikunnar ef fram heldur sem horfir. Hann segist í áfalli eftir fundinn, hvar hann segist hafa fengið lítið um svör. „Það sem kom mest á óvart er að við fáum engin svör við því hvað það er sem þau eru ekki sátt við,“ segir Brynjar. „Það komu engin svör. Var ég leiðinlegur eða?“ „Það sjá þetta allir, árangurinn er ekki þokkalegur heldur frábær. Hann væri mjög góður ef þetta væri uppbygging í öllum öðrum hverfum. Þarna erum við að tala um árangur í mesta olnbogabarni ekki bara borgarinnar heldur Íslandi. Það sem er búið að hafa fyrir þessu er jarðað í þvílíkum hroka, pólitík og vanvirðingu.“ Sviðsstjóri ekki þegið heimboð Brynjar segir einnig koma sér á óvart að borgaryfirvöld hafi ekki gefið upp neinar aðrar mögulegar áætlanir um framtíð félagsins. „Borgin vill bara fá að vera með allt niður um sig í málefnum Breiðholtsins í friði. Þau geta þóst vera að starta hverju verkefninu á fætur öðru með engum árangri og jaðarsetja hópinn ennþá meira og þykjast svo ætla að bjarga honum með reglulegu millibili.“ Þá segist Brynjar hafi boðið Skúla Helgasyni formanni íþrótta- og menningarráðs í heimsókn í húsakynni Leiknis til að kynna sér starfsemi félagsins síðustu átta vikur en hann ekki þegið boðið, sem Brynjar segir fáránlegt. „Við erum styrktaraðilar borgarinnar á svo margan hátt. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í þetta og svo vinnan sem er einhverju epísku leveli. Stelpurnar í meistaraflokki eru allar að þjálfa. Þetta er klúbbur sem hefur aldrei átt sinn líka og við getum ekki einu sinni boðið þeim að koma í heimsókn.“ Aðspurður segist Brynjar sem fyrr ekki sjá neina aðra lausn, nema einhver grípi boltann, en að félagið verði lagt niður í lok vikunnar. „Breiðholtið á enga rödd. Þetta er raddlausasta póstnúmer á landinu. Og þeir ætla bara að berja niður rödd hverfisins sem er rétt að kvikna.“ Aþena Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Fjallað hefur verið um afdrif körfuboltafélagsins Aþenu undanfarna daga, en rekstrarsamningur félagsins við borgina um notkun íþróttahúsnæðis rann út þann 31. maí. Í Facebook færslu þann dag sagði Brynjar ekkert benda til þess að borgin vilji endurnýja samninginn og tíminn til að skipuleggja starfið fyrir næsta vetur væri á þrotum. Að óbreyttu yrði félagið lagt niður í lok vikunnar. Fátt um svör hvers vegna Vongóður fundaði Brynjar ásamt öðrum fulltrúum Aþenu með Skúla Helgasyni, formanni íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar, og Steinþóri Einarssyni, sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, í dag. Á Facebook greinir hann frá því að á fundinum hafi meðal annars komið fram að borgin muni ekki endurnýja samning við Aþenu undir nafni félagsins. Þá hafi félaginu aðeins verið boðinn afmarkaður aðgangur að tímum í húsnæðinu en ekki lyklavöld eða full stjórn á húsinu í samvinnu við Leikni. Í samtali við fréttastofu segir Brynjar að vegna þessa sé staðan enn óbreytt, félagið verði lagt niður í lok vikunnar ef fram heldur sem horfir. Hann segist í áfalli eftir fundinn, hvar hann segist hafa fengið lítið um svör. „Það sem kom mest á óvart er að við fáum engin svör við því hvað það er sem þau eru ekki sátt við,“ segir Brynjar. „Það komu engin svör. Var ég leiðinlegur eða?“ „Það sjá þetta allir, árangurinn er ekki þokkalegur heldur frábær. Hann væri mjög góður ef þetta væri uppbygging í öllum öðrum hverfum. Þarna erum við að tala um árangur í mesta olnbogabarni ekki bara borgarinnar heldur Íslandi. Það sem er búið að hafa fyrir þessu er jarðað í þvílíkum hroka, pólitík og vanvirðingu.“ Sviðsstjóri ekki þegið heimboð Brynjar segir einnig koma sér á óvart að borgaryfirvöld hafi ekki gefið upp neinar aðrar mögulegar áætlanir um framtíð félagsins. „Borgin vill bara fá að vera með allt niður um sig í málefnum Breiðholtsins í friði. Þau geta þóst vera að starta hverju verkefninu á fætur öðru með engum árangri og jaðarsetja hópinn ennþá meira og þykjast svo ætla að bjarga honum með reglulegu millibili.“ Þá segist Brynjar hafi boðið Skúla Helgasyni formanni íþrótta- og menningarráðs í heimsókn í húsakynni Leiknis til að kynna sér starfsemi félagsins síðustu átta vikur en hann ekki þegið boðið, sem Brynjar segir fáránlegt. „Við erum styrktaraðilar borgarinnar á svo margan hátt. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í þetta og svo vinnan sem er einhverju epísku leveli. Stelpurnar í meistaraflokki eru allar að þjálfa. Þetta er klúbbur sem hefur aldrei átt sinn líka og við getum ekki einu sinni boðið þeim að koma í heimsókn.“ Aðspurður segist Brynjar sem fyrr ekki sjá neina aðra lausn, nema einhver grípi boltann, en að félagið verði lagt niður í lok vikunnar. „Breiðholtið á enga rödd. Þetta er raddlausasta póstnúmer á landinu. Og þeir ætla bara að berja niður rödd hverfisins sem er rétt að kvikna.“
Aþena Íþróttir barna Körfubolti Börn og uppeldi Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira