Turnarnir svínvirka en fegrunaraðgerðir í farvatninu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 07:01 Myndavélum á toppi turnspírunnar er beint í allar áttir, að vegfarendum við Hallgrímskirkju. Allt til þess að draga úr hættunni á að góðir og grandvarir borgarar verði fyrir barðinu á fingralöngum vasaþjófum. Vísir/Anton Brink Lögreglufulltrúi í Reykjavík segir umdeilda varðturna sem komið hefur verið upp við Hallgrímskirkju og neðst á Skólavörðustíg virðast skila tilætluðum árangri. Tilkynningum um vasaþjófnað í grennd við turnana hafi snarfækkað. Unnið er að því að gera turnana eilítið huggulegri. Nokkuð hefur verið fjallað um varðturnana, sem fólk hefur deilt um hvort telja megi forláta eða forljóta. Þannig hefur lögreglan sagt að turnunum sé ætlað að hafa fælingarmátt gagnvart vasaþjófum, sem hafa að undanförnu gert sig gildandi á fjölförnum stöðum í borginni. Aðrir hafa sagt turnana hlægilega ljóta, til að mynda arkítekt sem fréttastofa ræddi við. Hvað sem útliti turnanna líður virðast þeir þjóna tilgangi sínum, sem er að draga úr vasaþjófnaði þar sem þeir standa, prýðilega. Engar tilkynningar frá því turnarnir fóru upp Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að engar tilkynningar hafi borist um vasaþjófnað frá því turnarnir voru reistir um þarsíðustu helgi. Turninn er merktur í bak og fyrir. Bæði fyrirtækinu sem starfrækir hann en einnig lögreglunni.Vísir/Anton Brink „Það getur vel verið að það læðist inn eitthvað með tímanum, en síðan turnarnir fóru upp hef ég ekki fengið vasaþjófnaðartilkynningu til mín,“ segir Guðmundur. Takið þið þessu þá sem merki um að turnarnir séu að svínvirka? „Já. Það er auðvitað stuttur tími liðinn, en já, þetta lofar góðu.“ Til skoðunar að fegra turnana Guðmundur segist vel meðvitaður um umræðu á þá leið að turnarnir séu forljótur umhverfislegur ófögnuður. „Ég var búinn að gefa það til kynna að þetta mætti alveg líta betur út. Það var bara verið að reyna að stöðva þá blæðingu sem varð þarna. En það stendur nú til að fegra þá. Þetta er svona tilraunaverkefni í sumar. Það er komin tillaga frá eiganda turnanna, sem er fyrirtækið Vörn, um að láta þá líta aðeins betur út.“ Guðmundur Pétur segir varðturnana virðast þjóna tilgangi sínum með prýðilegum árangri.Vísir/Einar Slík tillaga fara í gegnum hönnunardeild hjá borginni, en Guðmundur gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt. „Þá verða límdar einhverjar filmur á með öðruvísi áferð, þannig að þetta líti öðruvísi út og fellur betur inn í umhverfið. Við sjáum til með það, en stór hluti af þessu er líka að vera sýnilegur og hrinda frá. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þessir vasaþjófar færi sig einhvert annað, jafnvel í önnur sveitarfélög. Það er alþekkt að þegar lögregla beitir meira eftirliti á ákveðnum stöðum þá færast afbrotin annað. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Gæti þá verið von á því að það dúkki upp fleiri turnar, víðar um borgina? „Þetta eru nú aðalstaðirnir. Þarna er mesti mannfjöldinn. Við erum með myndavélar annars staðar í bænum þar sem fólk er að koma saman, en þær eru alls ekki jafn sýnilegar. Enda hefur gefist meiri tími til að hanna þær,“ segir Guðmundur. Turninn við Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli.Vísir/Anton Brink Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um varðturnana, sem fólk hefur deilt um hvort telja megi forláta eða forljóta. Þannig hefur lögreglan sagt að turnunum sé ætlað að hafa fælingarmátt gagnvart vasaþjófum, sem hafa að undanförnu gert sig gildandi á fjölförnum stöðum í borginni. Aðrir hafa sagt turnana hlægilega ljóta, til að mynda arkítekt sem fréttastofa ræddi við. Hvað sem útliti turnanna líður virðast þeir þjóna tilgangi sínum, sem er að draga úr vasaþjófnaði þar sem þeir standa, prýðilega. Engar tilkynningar frá því turnarnir fóru upp Í samtali við Vísi segir Guðmundur Pétur Guðmundsson lögreglufulltrúi að engar tilkynningar hafi borist um vasaþjófnað frá því turnarnir voru reistir um þarsíðustu helgi. Turninn er merktur í bak og fyrir. Bæði fyrirtækinu sem starfrækir hann en einnig lögreglunni.Vísir/Anton Brink „Það getur vel verið að það læðist inn eitthvað með tímanum, en síðan turnarnir fóru upp hef ég ekki fengið vasaþjófnaðartilkynningu til mín,“ segir Guðmundur. Takið þið þessu þá sem merki um að turnarnir séu að svínvirka? „Já. Það er auðvitað stuttur tími liðinn, en já, þetta lofar góðu.“ Til skoðunar að fegra turnana Guðmundur segist vel meðvitaður um umræðu á þá leið að turnarnir séu forljótur umhverfislegur ófögnuður. „Ég var búinn að gefa það til kynna að þetta mætti alveg líta betur út. Það var bara verið að reyna að stöðva þá blæðingu sem varð þarna. En það stendur nú til að fegra þá. Þetta er svona tilraunaverkefni í sumar. Það er komin tillaga frá eiganda turnanna, sem er fyrirtækið Vörn, um að láta þá líta aðeins betur út.“ Guðmundur Pétur segir varðturnana virðast þjóna tilgangi sínum með prýðilegum árangri.Vísir/Einar Slík tillaga fara í gegnum hönnunardeild hjá borginni, en Guðmundur gerir ráð fyrir að hún verði samþykkt. „Þá verða límdar einhverjar filmur á með öðruvísi áferð, þannig að þetta líti öðruvísi út og fellur betur inn í umhverfið. Við sjáum til með það, en stór hluti af þessu er líka að vera sýnilegur og hrinda frá. Nú á bara eftir að koma í ljós hvort þessir vasaþjófar færi sig einhvert annað, jafnvel í önnur sveitarfélög. Það er alþekkt að þegar lögregla beitir meira eftirliti á ákveðnum stöðum þá færast afbrotin annað. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Gæti þá verið von á því að það dúkki upp fleiri turnar, víðar um borgina? „Þetta eru nú aðalstaðirnir. Þarna er mesti mannfjöldinn. Við erum með myndavélar annars staðar í bænum þar sem fólk er að koma saman, en þær eru alls ekki jafn sýnilegar. Enda hefur gefist meiri tími til að hanna þær,“ segir Guðmundur. Turninn við Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli.Vísir/Anton Brink
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira