Afar mjótt á munum hjá forsetaframbjóðendum í Póllandi Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 08:29 Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, t.v., og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, t.h., takast á í kosningunum á morgun. Vísir/EPA Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45
Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10