Afar mjótt á munum hjá forsetaframbjóðendum í Póllandi Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 08:29 Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, t.v., og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, t.h., takast á í kosningunum á morgun. Vísir/EPA Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum. Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Í síðustu forsetakosningum í Póllandi fór Trzaskowsk gegn sitjandi forseta Andrzej Duda, og tapaði naumlega í seinni umferð með 49 prósent atkvæða gegn 51 prósent atkvæða Duda. Í frétt Guardian segir að niðurstaðan gæti verið enn naumari í þetta skiptið. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni á meðan Karol Nawrocki, nýtur stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi frá 2015 til 2023. Nawrocki talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Í frétt Guardian um kosningarnar segir að skoðanakannanir sýni að munurinn á milli þeirra sé afar naumur og innan skekkjumarka. Þar segir einnig að í kosningunum sé í raun tekist á um það hvort að samsteypustjórn Donald Tusk muni geta unnið að sínum málum með frjálslyndan forseta sér til stuðnings eða hvort stjórnin verði að takast á við íhaldssaman forseta sem hafi neitunarvald á nýrri löggjöf. Munaði einu atkvæði Tekið er dæmi um Siekierczyn, hérað með 4,265 íbúa í átta smábæjum í suðvesturhluta Póllands. Þar var munurinn í fyrri umferð kosninganna eitt atkvæði. Rafal Trzaskowskis er forseti í Varsjá og býður sig fram til forseta í annað sinn en hann tapaði með litlum mun í síðustu kosningum 2020. Vísir/EPA „Þú hefur líklega oft heyrt „mitt atkvæði skiptir ekki máli“. En sjáðu Siekierczyn,” sagði Trzaskowski í kosningamyndbandi þar sem hann hvatti fólk til að mæta á kjörstað. Í frétt Guardian er rætt við íbúa í bænum sem hafa skiptar skoðanir á ólíkum frambjóðendum. Þar er einnig bent á að atkvæði Pólverja sem búi erlendis geti skipt sköpum í kosningunum. Sem dæmi búi 185 þúsund Pólverjar í Bretlandi. Á Íslandi eru þeir um 22 þúsund. Karol Nawrocki með syni sínum Daniel Nawrocki á baráttufundi í Lapy í Póllandi. Vísir/EPA Haft er eftir Ben Stanley, aðstoðarprófessor við SWPS háskóla í Varsjá, að ómögulegt sé að spá fyrir um niðurstöðuna og enn geti of margt haft áhrif, sem dæmi allt sem gerist á kjördag.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45 Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi. 27. mars 2025 09:45
Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu. 14. mars 2025 10:06
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. 22. apríl 2024 09:10