Leikdagur í Munchen: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Aron Guðmundsson skrifar 31. maí 2025 09:01 Kjartan Henry Finnbogason og Guðmundur Benediktsson eru í Munchen fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem fram fer þar í borg í kvöld. Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld. Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir úrslitaleiknum í kvöld og í innslagi frá Allianz Arena, sem sjá má hér fyrir neðan hita Gummi og Kjartan Henry rækilega upp fyrir þennan stærsta leik fótboltaleik ársins. Klippa: Gummi Ben og Kjartan hita upp fyrir stærsta leik ársins Á leið sinni að úrslitaleiknum hefur Paris Saint-Germain lagt stórlið af velli á borð við Liverpool, Aston Villa og Arsenal á meðan að Inter Milan fór í gegnum Feyenoord, FC Bayern og Barcelona í útsláttarkeppninni.Frakklandsmeistararnir frá Paris hafa aldrei unnið Meistaradeild Evrópu en komust nálægt því fyrir fimm árum síðan en töpuðu þá í úrslitaleik keppninnar. Tvö ár hafa liðið síðan að Inter Milan keppti síðast til úrslita í Meistaradeildinni, þá lá liðið í valnum gegn Manchester City. Fimmtán ár hafa liðið síðan að Inter vann síðast Meistaradeild Evrópu. „Þessi lið eru vel að þessu komin, leikirnir sem þau buðu bæði upp á voru þvílík skemmtun, maður er enn þá að hugsa um þessa leiki. Allir byrjuðu trúa á að hoppa á PSG vagninn þegar að þeir hentu Liverpool á sannfærandi máta úr leik. Svo þetta Inter lið. Ég veit ekki hversu oft menn voru búnir að gefa þá upp á bátinn en þeir komu til baka. Við sáum nú þjálfara liðsins og leikmenn áðan, þetta eru ekkert eðlilega svalir gæjar. Það ber engum að halda að þetta verði eitthvað auðvelt öðru hvoru megin. Fyrst og fremst eru þarna tvö mjög ólík lið að mætast. Annað liðið mjög strúktúrerað og allir vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera á meðan hitt liðið er villtara, maður á mann lið sem spilar 4-3-3 með unga stráka innanborðs sem eru hrikalega fljótir fram á við. Það gerir leikinn svo spennandi hvað þetta eru ólík lið.“ Úrslitaleikur Paris Saint-Germain og Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer á Allianz Arena í Munchen hefst klukkan sjö í kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leik með sérfræðingum Stöðvar 2 Sport hefst fimmtíu mínútum áður, nánar tiltekið klukkan tíu mínútur yfir sex.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Sjá meira