„Arfavitlaus lausn“ að minnka aflann í hverri veiðiferð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. maí 2025 17:13 Kjartan Páll Sveinsson er formaður Strandveiðifélags Íslands. Vísir/Ívar Fannar Formaður Strandveiðifélags Íslands segir að það væri „algjör hörmung“ að minnka leyfilegan heildarafla í hverri veiðiferð á strandveiðum. Hann fagnar bráðabirgðafrumvarpi atvinnuvegaráðherra sem ætlað er að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, en furðar sig á sumum hugmyndum sem viðraðar eru í greinargerð frumvarpsins. Í frumvarpinu sem lagt hefur verið fram bætist nýtt ákvæði við strandveiðilögin til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu til að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í greinargerðinni segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til standi að færa aflaheimildir til innan 5,3 prósent kerfisins, og hugsanlega þurfi að gera breytingar á leyfilegum hámarksafla í hverri veiðiferð. Betra væri að fækka dögum Kjartan segir að hugmyndin sem viðruð er í greinargerðinni um að hugsanlega þurfi að minnka leyfilegan afla í hverri veiðiferð sé „arfavitlaus lausn, og engin lausn í rauninni.“ „Maður veltir því fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kom, og af hverju það var einu sinni rætt að hafa hana í frumvarpinu, ég efast um að hún hafi komið frá ráðherra,“ segir hann. Það vekur athygli Kjartans að hugmyndin sé viðruð í greinargerðinni en ekkert sé um þetta að finna í frumvarpinu sjálfu. „Ég held að það komi ekki til þess að þetta verði gert. Hvers vegna þau viðra þessa hugmydn, ég hreinlega skil það ekki,“ segir hann. Betra væri að fækka strandveiðidögunum en að grípa til slíkra ráðstafana. „Þetta væri versta mögulega lausnin, kostnaður væri sá sami og olíunotkun sú sama og að ná í 774 kíló. Allur tilkostnaður yrði sá sami, minni afli fyrir sama kostnað, þannig þetta væri alveg það alversta í stöðunni,“ segir Kjartan. Frá höfninni á Hólmavík á Ströndum.Vísir/Vilhelm „Þetta verða aldrei nein tuttugu, þrjátíu þúsund tonn“ Kjartan segir það afar ólíklegt að heildarafli strandveiðanna verði tuttugu eða þrjátíu þúsund tonn eins og talað hefur verið um, fái bátarnir að veiða alla 48 daga tímabilsins. „Það kemur bara frá reiknistofu SFS og á ekki við nokkur einustu rök að styðjast,“ segir Kjartan. Hann segir að afli strandveiðanna hafi verið tuttugu prósent minni í maímánuði en á sama tíma í fyrra. „Ég hugsa að það stafi meðal annars vegna þes að menn hafa verið rólegri vitandi það að þeir fá þess 48 daga, og það hefur ekki verið sami sperringur að fara út í brælu bara af því maður veit ekki hvernig spilast úr vertíðinni,“ segir Kjartan. Ekki gott að senda reikninginn fram í tímann Í frumvarpinu segir að viðbótaraflamagn sem ráðherra ráðstafar til strandveiða skuli dragast frá því aflamagni sem dregið verður f´ra heildaraflamarki og lækka árlega. Það skuli að fullu fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að með þessu væri ríkisstjórnin að senda gúmmítékka á næstu ríkisstjórn, þar sem það stæði ekki til að jafna viðbótaraflamagnið út fyrr en á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar. Kjartan Páll segist hafa áhyggjur af því að mögulegt viðbótaraflamagn eigi að draga úr aflamagni á næstu árum. Hann telur að Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra vilji gefa sjálfri sér svigrúm til að „gera þetta almennilegt til frambúðar.“ „Um leið þá er það þannig að Hanna Katrín erfði ráðuneyti þar sem búið var að ráðstafa öllum fiskveiðiheimildum ársins, þannig það er svolítið erfitt fyrir hana að stíga inn í þetta þegar fiskveiðiárið er hálfnað og finna út úr þessu.“ „Ég trúi því að það sé vilji fyrir hendi hjá þessari ríkisstjórn að vinna betur að þessu máli.“ „Aðalpunkturinn í þessu er sá að hún var búin að lofa okkur 48 dögum í sumar, og ég sé ekki annað þarna en að hún ætli að standa við það. Það eru náttúrulega gleðilegar fréttir, en maður hefur áhyggjur af því hver er að ráðleggja henni ef ráðleggingarnar eru af þessum toga,“ segir Kjartan Páll. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Í frumvarpinu sem lagt hefur verið fram bætist nýtt ákvæði við strandveiðilögin til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu til að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í greinargerðinni segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til standi að færa aflaheimildir til innan 5,3 prósent kerfisins, og hugsanlega þurfi að gera breytingar á leyfilegum hámarksafla í hverri veiðiferð. Betra væri að fækka dögum Kjartan segir að hugmyndin sem viðruð er í greinargerðinni um að hugsanlega þurfi að minnka leyfilegan afla í hverri veiðiferð sé „arfavitlaus lausn, og engin lausn í rauninni.“ „Maður veltir því fyrir sér hvaðan þessi hugmynd kom, og af hverju það var einu sinni rætt að hafa hana í frumvarpinu, ég efast um að hún hafi komið frá ráðherra,“ segir hann. Það vekur athygli Kjartans að hugmyndin sé viðruð í greinargerðinni en ekkert sé um þetta að finna í frumvarpinu sjálfu. „Ég held að það komi ekki til þess að þetta verði gert. Hvers vegna þau viðra þessa hugmydn, ég hreinlega skil það ekki,“ segir hann. Betra væri að fækka strandveiðidögunum en að grípa til slíkra ráðstafana. „Þetta væri versta mögulega lausnin, kostnaður væri sá sami og olíunotkun sú sama og að ná í 774 kíló. Allur tilkostnaður yrði sá sami, minni afli fyrir sama kostnað, þannig þetta væri alveg það alversta í stöðunni,“ segir Kjartan. Frá höfninni á Hólmavík á Ströndum.Vísir/Vilhelm „Þetta verða aldrei nein tuttugu, þrjátíu þúsund tonn“ Kjartan segir það afar ólíklegt að heildarafli strandveiðanna verði tuttugu eða þrjátíu þúsund tonn eins og talað hefur verið um, fái bátarnir að veiða alla 48 daga tímabilsins. „Það kemur bara frá reiknistofu SFS og á ekki við nokkur einustu rök að styðjast,“ segir Kjartan. Hann segir að afli strandveiðanna hafi verið tuttugu prósent minni í maímánuði en á sama tíma í fyrra. „Ég hugsa að það stafi meðal annars vegna þes að menn hafa verið rólegri vitandi það að þeir fá þess 48 daga, og það hefur ekki verið sami sperringur að fara út í brælu bara af því maður veit ekki hvernig spilast úr vertíðinni,“ segir Kjartan. Ekki gott að senda reikninginn fram í tímann Í frumvarpinu segir að viðbótaraflamagn sem ráðherra ráðstafar til strandveiða skuli dragast frá því aflamagni sem dregið verður f´ra heildaraflamarki og lækka árlega. Það skuli að fullu fært til baka eigi síðar en á fiskveiðiárinu 2028/2029. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins sagði að með þessu væri ríkisstjórnin að senda gúmmítékka á næstu ríkisstjórn, þar sem það stæði ekki til að jafna viðbótaraflamagnið út fyrr en á kjörtímabili næstu ríkisstjórnar. Kjartan Páll segist hafa áhyggjur af því að mögulegt viðbótaraflamagn eigi að draga úr aflamagni á næstu árum. Hann telur að Hanna Katrín atvinnuvegaráðherra vilji gefa sjálfri sér svigrúm til að „gera þetta almennilegt til frambúðar.“ „Um leið þá er það þannig að Hanna Katrín erfði ráðuneyti þar sem búið var að ráðstafa öllum fiskveiðiheimildum ársins, þannig það er svolítið erfitt fyrir hana að stíga inn í þetta þegar fiskveiðiárið er hálfnað og finna út úr þessu.“ „Ég trúi því að það sé vilji fyrir hendi hjá þessari ríkisstjórn að vinna betur að þessu máli.“ „Aðalpunkturinn í þessu er sá að hún var búin að lofa okkur 48 dögum í sumar, og ég sé ekki annað þarna en að hún ætli að standa við það. Það eru náttúrulega gleðilegar fréttir, en maður hefur áhyggjur af því hver er að ráðleggja henni ef ráðleggingarnar eru af þessum toga,“ segir Kjartan Páll.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Strandveiðar Tengdar fréttir Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18 Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58 Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29. apríl 2025 12:18
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ 5. maí 2025 23:58
Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. 18. febrúar 2025 19:31
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent