Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 08:31 Donald Trump hefur komið þeim Todd og Julie Chrisley til bjargar og náðað þau. Todd fékk tólf ára dóm en Julie sjö og hafa þau setið inni frá janúar 2023. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa fjarlægt línu um spillingu Trumps Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira
Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur BBC hafa fjarlægt línu um spillingu Trumps Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Sjá meira