Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2025 22:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir hættulegt að stjórnmálamenn gera fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Vísir/Vilhelm Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Traust til fjölmiðla hefur verið á niðurleið síðustu ár. Í skýrslu Fjölmiðlanefndar kemur fram að einungis helmingur landsmanna hafi treyst fjölmiðlum til að segja satt og rétt frá í aðdraganda alþingiskosninga. Svo á þessu kjörtímabili hafa í það minnsta þrír þingmenn gagnrýnt stærstu fjölmiðla landsins fyrir að fjalla um sig eða sakað þá um hlutdrægni. Jón Gnarr þingmaður Viðreisnar sagði umfjöllun Vísis um veiðigjöld undarlega þar sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi situr í stjórn Sýnar sem á Vísi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi Mannlíf og Vísi fyrir umfjöllun um ræðu hennar á Alþingi, þrátt fyrir að hún hafi ekki látið ná í sig í tvo daga. Þá hefur Sigurjón Þórðarson þingmaður Flokks fólksins kallað eftir því að Morgunblaðið fái enga styrki frá ríkinu vegna umfjöllunar um flokkinn. Einnig má nefna gagnrýni samflokkskonu hans, Ásthildar Lóu Þórsdóttur, á RÚV fyrir umfjöllun um hennar mál. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir stjórnmálamenn í auknu mæli vilja eingöngu miðla upplýsingum á sínum reikningum á samfélagsmiðlum. „Svo þegar kemur einhver alvöru blaðamennska þar sem er verið a spyrja erfiðara spurninga og upplýsa um hluti sem fólk hefði kannski sjálft ekki sett á sína samfélagsmiðla. Þá kemur þessi ómálefnalega gagnrýni sem við gerum miklar athugasemdir við. Við teljum hana skaðlega lýðræðinu. Hún grefur undan trausti á fjölmiðlum,“ segir Sigríður Dögg. Fjölmiðlar séu ekki yfir gagnrýni hafnir, en hún þurfi að vera málefnaleg. Það sé hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum. „Í staðinn fyrir að svara þeim spurningum sem vakna og veita þær upplýsingar sem almenningur á rétt á,“ segir Sigríður Dögg.
Fjölmiðlar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira