„Við erum klár í bátana og með sterka innviði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. maí 2025 11:26 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á flokknum sem muni bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum 2026. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á Vinstri grænum sem muni bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum og spár um dauða flokksins séu ótímabærar. Engin formleg samtöl hafi verið milli VG og annarra flokka um sameiginleg framboð. Sveitarstjórnarfólk ræði þó sín á milli. Sveitarstjórnarkosningar munu næst fara fram 16. maí 2026 og því tæplega ár til stefnu. Margir stjórnmálaflokkar eru þegar byrjaðir að undirbúa sig. Staða þriggja flokka, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista, er þó enn ekki alveg skýr eftir lélegt gengi í síðustu Alþingiskosningum. Eruð þið í Vinstri grænum búin að spá í spilin hvað þið ætlið að gera? „Við erum stöðugt að spá í spilin og VG býr að mjög sterkum innviðum. Við eigum sveitarstjórnarráð og svæðisfélög og höfum haldið flokksráðsfundi frá kosningum þannig við höfum fengið ráðrúm til þess að ráða ráðum okkar. Það er enginn bilbugur á VG, alls ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við Vísi. „Það er mjög mikilvægt að það verði skýr valkostur fyrir kjósendur að kjósa vinstri og græn sjónarmið.“ Vinstri græn breyti ekki um takt Sveitastjórnarráð hafi undanfarið unnið að sameiginlegum áherslum VG á landsvísu fyrir kosningar. Hvert svæðisfélag ákveði fyrir sig hvort boðið sé fram undir formerkjum VG eða í samfloti með öðrum flokkum. Niðurstöðurnar hafi verið með mismunandi hætti undanfarin ár. „Við erum klár í bátana og með sterka innviði,“ segir Svandís. „Ég hef verið í sambandi við svæðisfélagaformenn og stjórnir víða um land og það er ýmislegt í farvatninu, bara á mismunandi stigi eins og gengur.“ Innan flokksins sé sterkur stofnanastrúktúr sem sé mikilvægur þegar á móti blæs. „Að maður viti hvernig stofnanirnar virka, það séu lýðræðislegir ferlar, ágreiningur sé leiddur til lykta með atkvæðagreiðslu og svo stilli hópurinn sig saman. Við höfum margoft gert þetta og erum ekkert að breyta þeim takti,“ segir Svandís. Aðspurð hvort hún ætli sjálf að bjóða sig fram segir hún það ólíklegt, í það minnsta verði það ekki ofarlega á lista. Engin samtöl á vettvangi stofnana flokkanna Ritað hefur verið mikið og rætt um mögulegt sameiginlegt framboð Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista eftir dapurt gengi flokkanna þriggja í síðustu Alþingiskosningum þar sem enginn þeirra komst inn á þing. Svandís segir engin samtöl í gangi milli flokkanna. „Enn sem komið er, er fólk bara að tala saman á vettvangi sveitarfélaganna,“ segir Svandís. „Á vettvangi stofnana flokkanna sem slíkra eru engin samtöl í gangi. Og manni hefur nú virst Sósíalistar eiga nóg með sig undanfarna mánuði.“ „En ýmsir einstaklinga innan þessara hópa hafa talað saman. Og það er sérstaklega gott samstarf til dæmis í Reykjavíkurborg milli VG og Sósíalista. Við erum með öðrum flokkum þar í meirihluta, það gengur vel og spurning hvernig það þróast,“ segir hún. Skrifstofan rekin á lágmarksvinnuframlagi Vinstri græn náðu aðeins 2,4 prósentum í síðustu Alþingiskosningum og voru því 0,1 prósentustigi frá 2,5 prósenta lágmarkinu sem þarf til að eiga rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. „Við erum í raun og veru að reka skrifstofuna á lágmarksvinnuframlagi en við höldum úti föstudagspósti í hverri viku, fólk skrifar greinar, það er verið að halda fundi og eldri vinstri græn halda sína reglulegu fundi og samkomur. Þannig það er alveg skýr æðasláttur í VG,“ segir Svandís. Vinstri græn réðu heldur ekki feitum hesti í sveitastjórnarkosningum 2022 en eru þrátt fyrir það með sextán sveitastjórnarfulltrúa vítt og breitt um landið, bæði á listum VG og í sameiginlegum framboðum „Það eru allnokkrir sveitastjórnarmenn sem mynda þetta sveitastjórnarráð. Þar hafa líka verið fulltrúar sem ekki náðu kjöri en hafa verið aktívir. Ég nefni til dæmis Davíð Arnar í Hafnarfirði sem hefur verið mjög öflugur og sýnilegur,“ segir hún. Spár um dauða Vinstri grænna ótímabærar Vinstri græn héldu landsfund í október 2024 þar sem Svandís var kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kjörinn varaformaður. Flokkurinn hélt flokksráðsfund í febrúar og stefnir á að halda annan í ágúst. Starfið sé virkt. Verður annar landsfundur í október? „Nei, landsfundur er haldinn annað hvert ár samkvæmt lögum, þannig það væri 2026. Væntanlega verður hann haldinn fyrir kosningar til þess að birta okkar áherslur,“ segir Svandís. „Mér finnst líklegra en ekki að VG verði mjög sýnilegt í þessum sveitastjórnarkosningum, mögulega með öðrum sem eiga samleið með okkur, það geta verið VG og óháðir einhvers staðar. Við höfum fjallað um þessi mál sérstaklega og þá var það alveg skýrt að við viljum halda okkar striki og teljum að við eigum erindi,“ segir hún. Spár um dauð Vinstri grænna eru ótímabærar? „Þær eru það. Við höfum áður þolað mótbyr og gerum það núna líka. Við stöndum í lappirnar og erum bara brött,“ segir Svandís að lokum. Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar munu næst fara fram 16. maí 2026 og því tæplega ár til stefnu. Margir stjórnmálaflokkar eru þegar byrjaðir að undirbúa sig. Staða þriggja flokka, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista, er þó enn ekki alveg skýr eftir lélegt gengi í síðustu Alþingiskosningum. Eruð þið í Vinstri grænum búin að spá í spilin hvað þið ætlið að gera? „Við erum stöðugt að spá í spilin og VG býr að mjög sterkum innviðum. Við eigum sveitarstjórnarráð og svæðisfélög og höfum haldið flokksráðsfundi frá kosningum þannig við höfum fengið ráðrúm til þess að ráða ráðum okkar. Það er enginn bilbugur á VG, alls ekki,“ segir Svandís Svavarsdóttir í samtali við Vísi. „Það er mjög mikilvægt að það verði skýr valkostur fyrir kjósendur að kjósa vinstri og græn sjónarmið.“ Vinstri græn breyti ekki um takt Sveitastjórnarráð hafi undanfarið unnið að sameiginlegum áherslum VG á landsvísu fyrir kosningar. Hvert svæðisfélag ákveði fyrir sig hvort boðið sé fram undir formerkjum VG eða í samfloti með öðrum flokkum. Niðurstöðurnar hafi verið með mismunandi hætti undanfarin ár. „Við erum klár í bátana og með sterka innviði,“ segir Svandís. „Ég hef verið í sambandi við svæðisfélagaformenn og stjórnir víða um land og það er ýmislegt í farvatninu, bara á mismunandi stigi eins og gengur.“ Innan flokksins sé sterkur stofnanastrúktúr sem sé mikilvægur þegar á móti blæs. „Að maður viti hvernig stofnanirnar virka, það séu lýðræðislegir ferlar, ágreiningur sé leiddur til lykta með atkvæðagreiðslu og svo stilli hópurinn sig saman. Við höfum margoft gert þetta og erum ekkert að breyta þeim takti,“ segir Svandís. Aðspurð hvort hún ætli sjálf að bjóða sig fram segir hún það ólíklegt, í það minnsta verði það ekki ofarlega á lista. Engin samtöl á vettvangi stofnana flokkanna Ritað hefur verið mikið og rætt um mögulegt sameiginlegt framboð Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista eftir dapurt gengi flokkanna þriggja í síðustu Alþingiskosningum þar sem enginn þeirra komst inn á þing. Svandís segir engin samtöl í gangi milli flokkanna. „Enn sem komið er, er fólk bara að tala saman á vettvangi sveitarfélaganna,“ segir Svandís. „Á vettvangi stofnana flokkanna sem slíkra eru engin samtöl í gangi. Og manni hefur nú virst Sósíalistar eiga nóg með sig undanfarna mánuði.“ „En ýmsir einstaklinga innan þessara hópa hafa talað saman. Og það er sérstaklega gott samstarf til dæmis í Reykjavíkurborg milli VG og Sósíalista. Við erum með öðrum flokkum þar í meirihluta, það gengur vel og spurning hvernig það þróast,“ segir hún. Skrifstofan rekin á lágmarksvinnuframlagi Vinstri græn náðu aðeins 2,4 prósentum í síðustu Alþingiskosningum og voru því 0,1 prósentustigi frá 2,5 prósenta lágmarkinu sem þarf til að eiga rétt á úthlutun fjár úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka. „Við erum í raun og veru að reka skrifstofuna á lágmarksvinnuframlagi en við höldum úti föstudagspósti í hverri viku, fólk skrifar greinar, það er verið að halda fundi og eldri vinstri græn halda sína reglulegu fundi og samkomur. Þannig það er alveg skýr æðasláttur í VG,“ segir Svandís. Vinstri græn réðu heldur ekki feitum hesti í sveitastjórnarkosningum 2022 en eru þrátt fyrir það með sextán sveitastjórnarfulltrúa vítt og breitt um landið, bæði á listum VG og í sameiginlegum framboðum „Það eru allnokkrir sveitastjórnarmenn sem mynda þetta sveitastjórnarráð. Þar hafa líka verið fulltrúar sem ekki náðu kjöri en hafa verið aktívir. Ég nefni til dæmis Davíð Arnar í Hafnarfirði sem hefur verið mjög öflugur og sýnilegur,“ segir hún. Spár um dauða Vinstri grænna ótímabærar Vinstri græn héldu landsfund í október 2024 þar sem Svandís var kjörin formaður flokksins og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kjörinn varaformaður. Flokkurinn hélt flokksráðsfund í febrúar og stefnir á að halda annan í ágúst. Starfið sé virkt. Verður annar landsfundur í október? „Nei, landsfundur er haldinn annað hvert ár samkvæmt lögum, þannig það væri 2026. Væntanlega verður hann haldinn fyrir kosningar til þess að birta okkar áherslur,“ segir Svandís. „Mér finnst líklegra en ekki að VG verði mjög sýnilegt í þessum sveitastjórnarkosningum, mögulega með öðrum sem eiga samleið með okkur, það geta verið VG og óháðir einhvers staðar. Við höfum fjallað um þessi mál sérstaklega og þá var það alveg skýrt að við viljum halda okkar striki og teljum að við eigum erindi,“ segir hún. Spár um dauð Vinstri grænna eru ótímabærar? „Þær eru það. Við höfum áður þolað mótbyr og gerum það núna líka. Við stöndum í lappirnar og erum bara brött,“ segir Svandís að lokum.
Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira