Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2025 23:47 Trump ræddi efni símtalsins við blaðamenn áður en hann steig um borð í forsetaþotuna. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta gildistöku fimmtíu prósenta tolla á vörur frá Evrópusambandinu fram til níunda júlí næstkomandi. Hann ræddi tollamálin við Ursulu von der Leyen, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins símleiðis í kvöld. Til stóð að fimmtíu prósenta tollar á allar vörur frá Evrópusambandinu tækju gildi fyrsta júní en eftir símtalið verður því frestað um rúman mánuð til að hægt sé að ljúka viðræðum og koma í veg fyrir allsherjartollastríð yfir Atlantshafið. Trump hefur undanfarið látið þá skoðun sína í ljós að honum þyki viðræður við leiðtoga í Evrópu um nýtt viðskiptafyrirkomulag ganga hægt fyrir sig. Hann fékk sig fullsaddan að því er virtist á föstudaginn síðasta þegar hann tilkynnti um fimmtíu prósenta tollana á samfélagsmiðlum. Hann hefur látið hafa það eftir sér að Evrópusambandið sé „mjög erfitt að eiga við“ og að viðræðurnar væru ekki að ná neinum árangri. Þannig myndu tollarnir taka gildi strax um mánaðamótin, spýttu þeir ekki í lófana. Svo virðist sem að Ursulu von der Leyen hafi tekist að sefa Bandaríkjaforseta örlítið. „Ég samþykkti framlenginguna — 9. júlí 2025 — Ég gerði það glaður. Framkvæmdastjórinn segir að viðræðurnar hefjist undir eins,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar símtalsins. Ursula von der Leyen tjáði sig einnig um efni símtalsins á samfélagsmiðlum. Evrópusambandið og Bandaríkin eigi mikilvægasta og nánasta viðskiptasamband heims. „Evrópa er tilbúin til að halda viðræðum áfram hratt og ákveðið. Til að ná góðum samningi þyrftum við til níunda júlí,“ segir hún. Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira
Til stóð að fimmtíu prósenta tollar á allar vörur frá Evrópusambandinu tækju gildi fyrsta júní en eftir símtalið verður því frestað um rúman mánuð til að hægt sé að ljúka viðræðum og koma í veg fyrir allsherjartollastríð yfir Atlantshafið. Trump hefur undanfarið látið þá skoðun sína í ljós að honum þyki viðræður við leiðtoga í Evrópu um nýtt viðskiptafyrirkomulag ganga hægt fyrir sig. Hann fékk sig fullsaddan að því er virtist á föstudaginn síðasta þegar hann tilkynnti um fimmtíu prósenta tollana á samfélagsmiðlum. Hann hefur látið hafa það eftir sér að Evrópusambandið sé „mjög erfitt að eiga við“ og að viðræðurnar væru ekki að ná neinum árangri. Þannig myndu tollarnir taka gildi strax um mánaðamótin, spýttu þeir ekki í lófana. Svo virðist sem að Ursulu von der Leyen hafi tekist að sefa Bandaríkjaforseta örlítið. „Ég samþykkti framlenginguna — 9. júlí 2025 — Ég gerði það glaður. Framkvæmdastjórinn segir að viðræðurnar hefjist undir eins,“ sagði Trump í færslu á samfélagsmiðlum í kjölfar símtalsins. Ursula von der Leyen tjáði sig einnig um efni símtalsins á samfélagsmiðlum. Evrópusambandið og Bandaríkin eigi mikilvægasta og nánasta viðskiptasamband heims. „Evrópa er tilbúin til að halda viðræðum áfram hratt og ákveðið. Til að ná góðum samningi þyrftum við til níunda júlí,“ segir hún.
Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira