McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2025 21:23 Verðmætasti leikmaður Serie A steig upp þegar mest á reyndi. SSC NAPOLI/Getty Images Napoli er Ítalíumeistari karla í knattspyrnu. Skotinn Scott McTominay og hinn belgíski Romelu Lukaku skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Cagliari sem tryggði liðinu aðeins sinn annan meistaratitil á þessari öld. Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira
Toppliðin tvö, Napoli og Inter, léku lokaleiki sína á tímabilinu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins var Napoli með einu stigi meira eftir grátlegt jafntefli Inter gegn Lazio í síðustu umferð. Það má segja að það hafi kostað Inter titilinn því liðið vann Como örugglega 2-0 í kvöld og endar því stigi á eftir Napoli. Það var lengi vel markalaust í Napoli en á 42. mínútu dúkkaði McTominay upp á inn á teignum eftir fyrirgjöf Matteo Politano. Skotinn gerði sér lítið fyrir og klippi boltann á lofti í netið af stuttu færi og það ætlaði allt um koll að keyra. Skorar ekki bara með skalla.Image Photo Agency/Getty Images McTominay sem gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið var þarna að skora sitt 13. deildarmark. Ofan á það lagði hann upp sex mörk. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að hann hafi verið valinn verðmætasti leikmaður Serie A á leiktíðinni. Gli MVPs di questa stagione di #SerieAEnilive 🤩@EASPORTSFC @easportsfcit pic.twitter.com/YMK0CPEbN9— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í síðari hálfleik gerðu heimamenn út um leikinn. Lukaku með markið eftir sendingu Amir Rrahmani. Sá fyrrnefndi hafði átt erfitt uppdráttar áður en hann gekk í raðir Napoli fyrir tímabilið en Antonio Conte, þjálfari liðsins, veit hvernig á að ná því besta út úr framherjanum. Skoraði hann 14 mörk í deildinni ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Eftir að staðan varð 2-0 var aldrei spurning hvort Napoli myndi vinna leikinn og eðlilega brutust út mikil fagnaðarlæti þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 2-0 og Napoli Ítalíumeistari árið 2025. CONTE 🫂 LUKAKU#4PARTHENOPE #SCUDETTONAPOLI pic.twitter.com/rayofdaxYB— Lega Serie A (@SerieA) May 23, 2025 Inter komst yfir á 20. mínútu þegar Stefen de Vrij stangaði hornspyrnu Hakan Çalhanoğlu í netið. Gamla brýnið Pepe Reina, markvörður Como, var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld og hann ákvað að auðvelda Inter lífið og fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu út á velli. Dómurinn harður en rautt spjald fór á endanum á loft og Reina endar ferilinn ekki beint á þann hátt sem hann hefði viljað. A dramatic curtain call for Pepe Reina - sent off in his final professional match! 🟥Both sets of fans rose to applaud the Spanish great in his final bow 👏 pic.twitter.com/DE5qpNWUl6— LiveScore (@livescore) May 23, 2025 Joaquin Correa tvöfaldaði forystu Inter snemma í síðari hálfleik og þar við sat. Lokatölur 2-0 og Inter þarf að sætta sig við annað sæti. Tímabilinu hjá Inter er hins vegar ekki lokið þar sem liðið mætir París Saint-Germain í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þann 31. maí næstkomandi.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Sjá meira