Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri

FC Barcelona Vs Villarreal CF - La Liga EA Sports Pedri of FC Barcelona celebrates the La Liga EA Sports 2024/2025 championship during the La Liga EA Sports match between FC Barcelona and Villarreal CF at Olimpic Llus Companys in Barcelona, Spain, on May 18, 2025. (Photo by Gongora/NurPhoto via Getty Images)
FC Barcelona Vs Villarreal CF - La Liga EA Sports Pedri of FC Barcelona celebrates the La Liga EA Sports 2024/2025 championship during the La Liga EA Sports match between FC Barcelona and Villarreal CF at Olimpic Llus Companys in Barcelona, Spain, on May 18, 2025. (Photo by Gongora/NurPhoto via Getty Images)

Nýkrýndir Spánarmeistarar Barcelona sóttu Athletic Bilbao heim í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar fótbolta og sóttu að lokum öruggan 0-3 sigur.

Barcelona réð lögum og lofum í leiknum í kvöld og var miklu meira með boltann en heimamenn. Færin komu á færibandi en markahrókurinn Robert Lewandowski nýtti tvö þeirra í fyrri hálfleik, staðan 0-2 í hálfleik. Lewandowski endaði næst markahæstur í deildinni með 27 mörk, fjórum mörkum færri en Mbappé.

Gestunum gekk þó lítið að skora í seinni hálfleik þrátt fyrir að vera með boltann mikið í fótunum en það var ekki fyrr en undir lok uppbótartíma sem Dani Olmo skoraði mark úr víti og innsiglaði öruggan sigur Barcelona.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira