Ancelotti og Modric kvaddir með sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Carlo Ancelotti og Luka Modric eftir kveðjuleikinn á Santiago Bernabéu.
Carlo Ancelotti og Luka Modric eftir kveðjuleikinn á Santiago Bernabéu. getty/Denis Doyle

Carlo Ancelotti stýrði Real Madrid í síðasta sinn þegar liðið bar sigurorð af Real Sociedad, 2-0, í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Luka Modric lék sinn síðasta leik á Santiago Bernabéu í dag en hann yfirgefur Real Madrid eftir HM félagsliða í sumar. Modric var í byrjunarliðinu í dag en fékk heiðursskiptingu þegar þrjár mínútur voru eftir. Króatinn hefur leikið með Real Madrid frá 2012.

Kylian Mbappé skoraði bæði mörk Real Madrid í leiknum í dag, það fyrra á 38. mínútu og það seinna sjö mínútum fyrir leikslok. Hann er markahæstur í spænsku úrvalsdeildinni með 31 mark en alls hefur hann skorað 43 mörk á sínu fyrsta tímabili með Real Madrid.

Madrídarliðið endaði í 2. sæti deildarinnar með 84 stig. Meistarar Barcelona eru með 85 stig en þeir mæta Athletic Bilbao á morgun.

Orri Steinn Óskarsson lék ekki með Real Sociedad vegna meiðsla. Liðið er í 11. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira