Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2025 22:37 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Ceneta Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Meðal annars hafa starfsmenn verið sakaðir um að leka upplýsingum til blaðamanna, þó þær upplýsingar hafi ekki verið leyndarmál. Lygapróf eru reglulega framkvæmd í opinberum stofnunum vestanhafs þar sem sýslað er með ríkisleyndarmál en það er yfirleitt gert í tengslum við umsóknir um öryggisheimildir, starf eða í tengslum við sérstakar rannsóknir. Samkvæmt Wall Street Journal hafa núverandi og fyrrverandi starfsmenn ráðuneytisins aldrei séð jafn umfangsmikla notkun lygaprófa áður. Þessi próf eru sögð hafa tekið allt frá níutíu mínútur í fjórar klukkustundir. Kristi Noem, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Dakóta og núverandi heimavarnaráðherra, er sögð hafa skipað starfsmönnum sérstakrar deildar innan ráðuneytisins sem sér að mest um öryggi á flugvöllum, að finna fólk sem lekið hefur upplýsingum sem henni og öðrum forsvarsmönnum ráðuneytisins þykja vandræðalegar. Svipaða sögu er að segja frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna, þar sem starfsmenn hafa verið skikkaðir í lygapróf vegna gruns um að þeir hafi rætt við blaðamenn. Fregnir hafa einnig borist af því að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hafi hótað háttsettum herforingjum að þeir yrðu látnir gangast lygapróf. Meðal þeirra sem hafa verið skikkaðir í próf eru yfirmenn undirstofnanna ráðuneytisins og jafnvel talsmenn, sem hafa heimild til að ræða við blaðamenn en hafa verið sakaðir um að deila upplýsingum sem þeim hafi ekki verið heimilt að deila. Talskona ráðuneytisins sagði í yfirlýsingu til WSJ að það skipti ekki mála hvaða stöðu viðkomandi starfsmaður hefði. Ef viðkomandi hefði lekið upplýsingum til fjölmiðla yrði honum refsað og dreginn til saka. Umræddar upplýsingar þyrftu ekki að vera ríkisleyndarmál til að óheimilt væri að deila þeim með blaðamönnum. Hún neitaði að segja hve margir starfsmenn hefðu verið skikkaðir til að gangast lygapróf en um 250 þúsund manns heyra undir Noem. Heimildarmenn ráðherrans, sem sagðir eru þekkja þankagang hennar, segja hana ekki treysta starfsmönnum sínum. Madison Sheahan, sem er næstráðandi hjá Innflytjendastofnun Bandaríkjanna (ICE) og vinnur mikið með Noem, er sögð hóta starfsmönnum reglulega með lygaprófum. Noem sjálf og Corey Lewandowski, æðsti ráðgjafi hennar, hafa persónulega farið fram á það að tilteknir starfsmenn verði látnir taka lygapróf eða hótað starfsmönnum með prófum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að fólk verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum James B. Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið sakaður um að kalla eftir því að Donald Trump, forseti, verði myrtur. Yfirmaður leyniþjónustumála segir að Comey ætti að vera í fangelsi en ásakanirnar eru til komnar vegna myndar af skeljum sem Comey birti á Instagram í gær, fimmtudag. 16. maí 2025 11:33
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. 3. maí 2024 23:54