Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. maí 2025 09:14 Ingvar Þóroddsson er oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og 2. varaforseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Ingvar Þóroddsson, þingmaður Viðreisnar og annar varaforseti Alþingis, hefur tekið sér leyfi frá þingstörfum til að fara í áfengismeðferð á Vogi. Ingvar greinir frá þessu í færslu á Facebook rétt fyrir 9 í morgun. „Seinasta haust horfðist ég í fyrsta skiptið í augu við það að ég og áfengi ættum ekki samleið. Ég sá að ég ætti við drykkjuvanda og stríða og þyrfti að hætta. Ég tók mikilvæg en á köflum erfið skref í rétta átt og tókst nokkuð vel að snúa blaðinu við þó ég segi sjálfur frá,“ skrifar Ingvar í færslunni. Síðan hafi skollið á þingkosningar og hann verið kjörinn inn á þing. Hefði hann ekki orðið edrú fyrr um árið telur hann það að hefði aldrei annars gerst. „Því miður hefur orðið bakslag í þessum efnum. Ég missteig mig, og get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég er miður mín gagnvart vinum mínum og fjölskyldu sem ég hef valdið vonbrigðum, sem og samstarfsfélögum á þinginu og í Viðreisn. Ég ætla mér að snúa blaðinu við svo ég geti staðið almennilega undir því sem ég lofaði kjósendum mínum að vera, öflugur fulltrúi á þingi,“ skrifar hann í færslunni. Hann hefur því ákveðið að leggjast inn á sjúkrahúsið Vog í dag og tekur sér þar af leiðandi leyfi frá þingstörfum. „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli, svo mér geti liðið vel með sjálfan mig og lífið á ný,“ skrifar hann. Norðausturkjördæmi muni á meðan eiga öflugan fulltrúa í Heiðu Ingimarsdóttur sem Ingvar er viss um að muni standa sig með glæsibrag. Þriðji liður á dagskrá þingfundar í dag er kosning nýs 2. varaforseta í stað Ingvars. Færslu Ingvars má lesa í heild sinni hér að neðan: Viðreisn Alþingi Áfengi Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ingvar greinir frá þessu í færslu á Facebook rétt fyrir 9 í morgun. „Seinasta haust horfðist ég í fyrsta skiptið í augu við það að ég og áfengi ættum ekki samleið. Ég sá að ég ætti við drykkjuvanda og stríða og þyrfti að hætta. Ég tók mikilvæg en á köflum erfið skref í rétta átt og tókst nokkuð vel að snúa blaðinu við þó ég segi sjálfur frá,“ skrifar Ingvar í færslunni. Síðan hafi skollið á þingkosningar og hann verið kjörinn inn á þing. Hefði hann ekki orðið edrú fyrr um árið telur hann það að hefði aldrei annars gerst. „Því miður hefur orðið bakslag í þessum efnum. Ég missteig mig, og get engum um kennt nema sjálfum mér. Ég er miður mín gagnvart vinum mínum og fjölskyldu sem ég hef valdið vonbrigðum, sem og samstarfsfélögum á þinginu og í Viðreisn. Ég ætla mér að snúa blaðinu við svo ég geti staðið almennilega undir því sem ég lofaði kjósendum mínum að vera, öflugur fulltrúi á þingi,“ skrifar hann í færslunni. Hann hefur því ákveðið að leggjast inn á sjúkrahúsið Vog í dag og tekur sér þar af leiðandi leyfi frá þingstörfum. „Ég ætla að sigrast á þessum djöfli, svo mér geti liðið vel með sjálfan mig og lífið á ný,“ skrifar hann. Norðausturkjördæmi muni á meðan eiga öflugan fulltrúa í Heiðu Ingimarsdóttur sem Ingvar er viss um að muni standa sig með glæsibrag. Þriðji liður á dagskrá þingfundar í dag er kosning nýs 2. varaforseta í stað Ingvars. Færslu Ingvars má lesa í heild sinni hér að neðan:
Viðreisn Alþingi Áfengi Fíkn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira