Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. maí 2025 15:15 Jay Emmanuel-Thomas í leik gegn Breiðabliki á Laugardalsvelli sumarið 2021. Vísir/Hafliði Jay Emmanuel-Thomas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur játað sök vegna tilraunar til að smygla um 60 kílóum af kannabisi til Englands. Emmanuel-Thomas var handtekinn í september síðastliðnum eftir að 60 kíló af kannabisi fundust í ferðatöskum frá Bangkok á Stansted-flugvöll í Lundúnum. Hann var þá leikmaður Greenock Morton í skosku B-deildinni en félagið sagði upp samningi hans eftir handtökuna. Enski sóknartengiliðurinn neitaði sök í september en hefur samkvæmt The Athletic nú snúist hugur og játaði aðild að málinu. Auk Emmanuel-Thomas voru þær Rosie Rowland, 33 ára, og Yasmin Piotrowska, 29 ára, handteknar á Stansted. Konurnar eiga að hafa flutt efnið inn en þeim hefur verið sleppt og verða ekki ákærðar vegna málsins. Samkvæmt saksóknaranum í málinu héldu þær að gull væri í töskunum tveimur, en ekki kannabis. Talið er að andvirði kannabissins sé um 600 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 103 milljónum króna á núvirði. Emmanuel-Thomas þótti mikið efni á yngri árum en hann yfirgaf Arsenal árið 2011, þá 21 árs gamall. Síðan þá hefur hann leikið í neðri deildum á Englandi með liðum á við Ipswich, Bristol City og QPR en hann lék eina leiktíð með PTT Rayong í Taílandi árið 2019. Hann kom hingað til lands haustið 2021 með skoska liðinu Aberdeen og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri þess á Breiðabliki á Laugardalsvelli. Dvölin hjá Aberdeen fór ekkert stórkostlega en Emmanuel-Thomas lék 15 deildarleiki fyrir liðið og tókst ekki að skora. Hann bíður nú dóms vegna skipulagningar á smygli ólöglegra efna til Bretlands en hæsti dómur í slíku máli er 14 ára fangelsisdómur. Bretland England Dómsmál Skotland Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Emmanuel-Thomas var handtekinn í september síðastliðnum eftir að 60 kíló af kannabisi fundust í ferðatöskum frá Bangkok á Stansted-flugvöll í Lundúnum. Hann var þá leikmaður Greenock Morton í skosku B-deildinni en félagið sagði upp samningi hans eftir handtökuna. Enski sóknartengiliðurinn neitaði sök í september en hefur samkvæmt The Athletic nú snúist hugur og játaði aðild að málinu. Auk Emmanuel-Thomas voru þær Rosie Rowland, 33 ára, og Yasmin Piotrowska, 29 ára, handteknar á Stansted. Konurnar eiga að hafa flutt efnið inn en þeim hefur verið sleppt og verða ekki ákærðar vegna málsins. Samkvæmt saksóknaranum í málinu héldu þær að gull væri í töskunum tveimur, en ekki kannabis. Talið er að andvirði kannabissins sé um 600 þúsund pund, sem jafngildir rúmlega 103 milljónum króna á núvirði. Emmanuel-Thomas þótti mikið efni á yngri árum en hann yfirgaf Arsenal árið 2011, þá 21 árs gamall. Síðan þá hefur hann leikið í neðri deildum á Englandi með liðum á við Ipswich, Bristol City og QPR en hann lék eina leiktíð með PTT Rayong í Taílandi árið 2019. Hann kom hingað til lands haustið 2021 með skoska liðinu Aberdeen og var í byrjunarliðinu í 3-2 sigri þess á Breiðabliki á Laugardalsvelli. Dvölin hjá Aberdeen fór ekkert stórkostlega en Emmanuel-Thomas lék 15 deildarleiki fyrir liðið og tókst ekki að skora. Hann bíður nú dóms vegna skipulagningar á smygli ólöglegra efna til Bretlands en hæsti dómur í slíku máli er 14 ára fangelsisdómur.
Bretland England Dómsmál Skotland Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira