„Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Árni Sæberg skrifar 20. maí 2025 12:19 Borgarfræðingurinn Björn gefur lítið fyrir harmakvein eiganda Gyllta kattarins. Vísir Björn Teitsson borgarfræðingur veltir því fyrir sér hvers vegna Degi B. Eggertssyni sé iðullega kennt um það að verslunum miðbæjarins sé lokað eða þær fari á hausinn. Í gær greindi Vísir frá því að eigendur verlsunarinnar Gyllta kattarins, sem rekin hefur verið í Austurstræti í hartnær tvo áratugi, hefðu ákveðið að skella í lás og færa verslunina út á Granda. „Það er búið að eyðileggja miðbæinn fyrir okkur, við erum náttúrulega búin að vera þarna í tuttugu ár. Sú stóra ákvörðun sem við þurftum að taka var að segja upp leigusamningnum á húsnæðinu, hjá Reitum, og við ætlum að færa okkur út á Fiskislóð. Þannig að Gyllti er ekki að hætta en forsendur fyrir því að vera þarna niðri í bæ eru brotnar. Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ sagði Hafdís Þorleifsdóttir, sem á Gyllta köttinn ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Jónssyni. Kunnuglegt stef Þar endurómaði Hafdís kunnuglegt stef verslunarmanna sem hafa lokað verslunum sínum í miðbænum undanfarin ár. Þeir hafa iðullega vísað til Dags B. Eggertssonar, alþingismanns og fyrrverandi borgarstjóra, og ákvarðana sem teknar voru í borgarstjóratíð hans, sér í lagi hvað varðar bílastæðamál í miðbænum. Þar má til að mynda eiganda Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar. „Við reyndum. Ég tek við fyrirtækinu og kem inn í verslunina árið 2016 og þá var blómstrandi Laugavegur og það mátti keyra niður og að húsinu. Síðan kaupum við fyrirtækið 2019, ég og maðurinn minn Hörður og það er eiginlega þá sem við finnum að það er svo mikið að breytast á Laugaveginum. Þeir byrja á því að snúa við akstursleiðinni hjá okkur. Þá um leið vorum við byrjuð að fá hringingar, tölvupósta og fleira um að fólk treysti sér ekki í miðbæinn og það voru ekki alveg allir,“ sagði Sólveig Grétarsdóttir, eigandi verslunarinnar í fyrra. „En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum?“ Björn Teitsson, borgarfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur stungið niður penna hér á Vísi og svarað þessum málflutningi verslunarmanna með pistli undir yfirskriftinni Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu. Hann hefur pistilinn á því að rekja að árið 2024 hafi 851 fyrirtæki á Íslandi verið tekin til gjaldþrotaskipta, sem sé 30 prósenta fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum hafi 339 með virkni árið áður, það er höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta sé 9 prósenta fækkun frá fyrra ári. „Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn?“ Engin bílalúga á Gyllta kettinum Björn segir að í nágrenni við Gyllta köttinn séu um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það séu fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hafi aldrei verið jafnmikið af gangandi vegfarendum en einmitt nú. S „Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga.“ Í sögu mannkyns hafi aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstri fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun, sem sé á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun hafi verið metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem hafi verið 30 prósenta aukning frá árinu áður. „Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur?“ Kennir Degi um afdrif fótanuddtækisins Björn segist ekki hafa heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár og veltir því fyrir sér hvort hann sé nokkuð einn um það. Þá spyr hann hvort það sé mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu, sem enginn vill eða veit af. „Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn!“ Að lokum segir Björn það mjög einkennilega taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. „Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni!“ Verslun Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Bílastæði Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Í gær greindi Vísir frá því að eigendur verlsunarinnar Gyllta kattarins, sem rekin hefur verið í Austurstræti í hartnær tvo áratugi, hefðu ákveðið að skella í lás og færa verslunina út á Granda. „Það er búið að eyðileggja miðbæinn fyrir okkur, við erum náttúrulega búin að vera þarna í tuttugu ár. Sú stóra ákvörðun sem við þurftum að taka var að segja upp leigusamningnum á húsnæðinu, hjá Reitum, og við ætlum að færa okkur út á Fiskislóð. Þannig að Gyllti er ekki að hætta en forsendur fyrir því að vera þarna niðri í bæ eru brotnar. Dagur eyðilagði þetta, það er bara þannig,“ sagði Hafdís Þorleifsdóttir, sem á Gyllta köttinn ásamt eiginmanni sínum, Hauki Inga Jónssyni. Kunnuglegt stef Þar endurómaði Hafdís kunnuglegt stef verslunarmanna sem hafa lokað verslunum sínum í miðbænum undanfarin ár. Þeir hafa iðullega vísað til Dags B. Eggertssonar, alþingismanns og fyrrverandi borgarstjóra, og ákvarðana sem teknar voru í borgarstjóratíð hans, sér í lagi hvað varðar bílastæðamál í miðbænum. Þar má til að mynda eiganda Verslunar Guðsteins Eyjólfssonar. „Við reyndum. Ég tek við fyrirtækinu og kem inn í verslunina árið 2016 og þá var blómstrandi Laugavegur og það mátti keyra niður og að húsinu. Síðan kaupum við fyrirtækið 2019, ég og maðurinn minn Hörður og það er eiginlega þá sem við finnum að það er svo mikið að breytast á Laugaveginum. Þeir byrja á því að snúa við akstursleiðinni hjá okkur. Þá um leið vorum við byrjuð að fá hringingar, tölvupósta og fleira um að fólk treysti sér ekki í miðbæinn og það voru ekki alveg allir,“ sagði Sólveig Grétarsdóttir, eigandi verslunarinnar í fyrra. „En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum?“ Björn Teitsson, borgarfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg, hefur stungið niður penna hér á Vísi og svarað þessum málflutningi verslunarmanna með pistli undir yfirskriftinni Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu. Hann hefur pistilinn á því að rekja að árið 2024 hafi 851 fyrirtæki á Íslandi verið tekin til gjaldþrotaskipta, sem sé 30 prósenta fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum hafi 339 með virkni árið áður, það er höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta sé 9 prósenta fækkun frá fyrra ári. „Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn?“ Engin bílalúga á Gyllta kettinum Björn segir að í nágrenni við Gyllta köttinn séu um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það séu fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hafi aldrei verið jafnmikið af gangandi vegfarendum en einmitt nú. S „Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga.“ Í sögu mannkyns hafi aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstri fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun, sem sé á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun hafi verið metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem hafi verið 30 prósenta aukning frá árinu áður. „Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur?“ Kennir Degi um afdrif fótanuddtækisins Björn segist ekki hafa heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár og veltir því fyrir sér hvort hann sé nokkuð einn um það. Þá spyr hann hvort það sé mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu, sem enginn vill eða veit af. „Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn!“ Að lokum segir Björn það mjög einkennilega taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. „Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni!“
Verslun Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Bílastæði Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira