Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar 20. maí 2025 10:30 Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta er 9% fækkun frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn? Í nágrenni við Gyllta köttinn eru um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hefur aldrei verið jafn mikið af gangandi vegfarendum í sögu borgarinnar og einmitt nú. Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga. Í sögu mannkyns hafa aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstra fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina – og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun sem er einmitt á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun var metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem var 30% aukning frá árinu áður. Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur? Persónulega verð ég að segja að ég hef bara ekki heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár, kannski er ég ekki einn um það? Er mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu sem enginn vill eða veit af? Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn! Að lokum: Það er mjög einkennileg taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni! Höfundur er borgarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Björn Teitsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta er 9% fækkun frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn? Í nágrenni við Gyllta köttinn eru um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hefur aldrei verið jafn mikið af gangandi vegfarendum í sögu borgarinnar og einmitt nú. Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga. Í sögu mannkyns hafa aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstra fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina – og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun sem er einmitt á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun var metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem var 30% aukning frá árinu áður. Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur? Persónulega verð ég að segja að ég hef bara ekki heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár, kannski er ég ekki einn um það? Er mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu sem enginn vill eða veit af? Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn! Að lokum: Það er mjög einkennileg taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni! Höfundur er borgarfræðingur.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun