Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar 20. maí 2025 10:30 Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta er 9% fækkun frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn? Í nágrenni við Gyllta köttinn eru um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hefur aldrei verið jafn mikið af gangandi vegfarendum í sögu borgarinnar og einmitt nú. Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga. Í sögu mannkyns hafa aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstra fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina – og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun sem er einmitt á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun var metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem var 30% aukning frá árinu áður. Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur? Persónulega verð ég að segja að ég hef bara ekki heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár, kannski er ég ekki einn um það? Er mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu sem enginn vill eða veit af? Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn! Að lokum: Það er mjög einkennileg taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni! Höfundur er borgarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Björn Teitsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2024 voru 851 fyrirtæki á Íslandi tekin til gjaldþrotaskipta, sem er 30% fækkun frá árinu 2023 þegar 1.220 fyrirtæki urðu gjaldþrota. Af þessum 851 fyrirtækjum voru 339 með virkni árið áður, þ.e. höfðu rekstrartekjur eða greiddu laun árið 2023. Þetta er 9% fækkun frá fyrra ári. Þrátt fyrir að fjölda fyrirtækja sem hætta starfsemi fari fækkandi, sem er jákvætt, eru þetta samt um tvö til þrjú fyrirtæki sem „fara á hausinn“ á degi hverjum að meðaltali. Ástæðurnar geta verið margvíslegar. En af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna þegar fyrirtæki fer á hausinn á ákveðnum ferkílómetra á landinu – og þegar það gerist kyrja fjölmiðlar sama lagið. En ef fyrirtæki fer á hausinn í Ármúlanum? Eða í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði? Er það líka bílastæðaaðgengi að kenna? Af hverju fjalla fjölmiðlar aldrei um það? Eða voru kannski eðlilegar ástæður fyrir því að fyrirtæki fór á hausinn? Í nágrenni við Gyllta köttinn eru um 1.600 bílastæði í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri bílastæði en voru fyrir 30 árum og fleiri en fyrir 20 árum. Í miðbæ Reykjavíkur hefur aldrei verið jafn mikið af gangandi vegfarendum í sögu borgarinnar og einmitt nú. Sem er einmitt fólk sem er líklegt til að líta við inn í verslun. Fólk sem er inni í bíl getur ekki verslað við Gyllta köttinn, síðast þegar ég gáði var þar ekki bílalúga. Í sögu mannkyns hafa aldrei verið fleiri leiðir til að miðla því sem verslun selur, til að láta vita af sérstöðu sinni, til að bjóða viðskiptavini velkomna. Enda blómstra fjölmargar verslanir víðsvegar um miðborgina – og það þrátt fyrir alþjóðlega þróun um meiri netverslun sem er einmitt á kostnað smásölufyrirtækja. Sú verslun var metin á 32,6 milljarða árið 2024, sem var 30% aukning frá árinu áður. Getur verið að sú þróun hafi meiri áhrif á örlög fataverslana en að vera í bestu mögulegu aðstæðum í miðbæ Reykjavíkur? Persónulega verð ég að segja að ég hef bara ekki heyrt um Gyllta köttinn í mörg ár, kannski er ég ekki einn um það? Er mögulega við einhvern að sakast um lélegt gengi í verslun og þjónustu, annan en þann sem ákveður að selja verslun og þjónustu sem enginn vill eða veit af? Eða kannski er þetta bara Degi að kenna. Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum. Klárlega honum að kenna. Eða þegar síðustu vídeóleigunni var lokað. Degi að kenna. Þegar fótanuddtæki duttu úr tísku. Degi að kenna. Eða þegar Bíóhöllin hætti í Mjóddinni. Degi að kenna. Helvítis R-listinn! Að lokum: Það er mjög einkennileg taktík hjá ákveðnu verslunarfólki að æpa sífellt um hvað allt sé ömurlegt hjá þeim, en um leið búast við því að það laði að fólk. Eins og þú værir að halda partý en myndir passa að láta vita í boðskortinu að þú ætlir þér í raun ekkert að laga til, ekki bjóða upp á góðar veitingar og svona heilt yfir bjóða bara mjög leiðinlegu fólki. En um leið kvarta svo yfir því opinberlega að enginn hafi komið – og það sé öllum öðrum að kenna nema sjálfum þér. Nei, djók. Ekki „öllum“. Degi B. Eggertssyni! Höfundur er borgarfræðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun