Ísak Andri var í byrjunarliði Norrköping og lagði upp það sem reyndist sigurmarkið með skalla eftir fyrirgjöf frá hægri þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum. Arnór Ingvi Traustason var einnig í byrjunarliði gestanna, hann nældi sér í gult spjald á 72. mínútu. Bæði Ísak Andri og Arnór Ingvi léku allan leikinn.
Sebastian Jørgensen gör mål igen! 2-1 för Peking mot Sirius.
— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) May 19, 2025
📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/dqvlEUSjj2
Ísak Andri hefur byrjað tímabilið af krafti og þegar tíu umferðum er lokið hefur hann lagt upp fimm mörk og skorað tvö. Eftir sigurinn er Norrköping í 7. sæti með 13 stig.
Ari Sigurpálsson var í byrjunarliði Elfsborg sem vann 4-0 stórsigur á Djurgården. Frederik Ihler, fyrrverandi framherji Vals, skoraði þrennu í leiknum. Ari var tekinn af velli á 65. mínútu.
Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig.
Hlynur Freyr Karlsson spilaði 86 mínútur þegar Brommapojkarna tapaði 1-0 fyrir toppliði Mjällby á útivelli.
Brommapojkarna er í 12. sæti með 10 stig.