Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 08:21 Heiladauðri konu er nú haldið í öndunarvél til að halda áfram að ganga með fóstur á Emory-háskólasjúkrahúsinu í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. AP/Brynn Anderson Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum hafa sagt aðstandendum heiladauðrar konu að þeir þurfi að halda henni í öndunarvél nógu lengi til þess að hægt sé að koma fóstri sem hún gekk með í heiminn. Ástæðuna segja þeir stranga þungunarrofslöggjöf í ríkinu. Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira