„Fátækasti forseti heims“ látinn Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 15:51 Jose „Pepe“ Mujica fyrir utan heimili sitt í útjaðri Montevideo árið 2014. AP Jose „Pepe“ Mujica, fyrrverandi forseti Úrúgvæ, er látinn, 89 ára að aldri. Hann gegndi embætti forseta landsins á árunum 2010 til 2015. Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Mujica hafði glímt við krabbamein en hann greindist á síðasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans, Lucia Topolansky, tilkynnti í síðustu viku að Mujica fengi líknandi meðferð. Það var Yamandu Orsi, núverandi forseti Úrúgvæ, sem greindi frá andláti Mujica í gær. „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát félaga Pepe Mujica. Forseti, aðgerðarsinni, leiðarljós og leiðtogi. Við munum sakna þín mikið, gamli vinur,“ sagði Orsi á samfélagsmiðlinum X. Mujica var mikilli gagnrýnandi neyslumenningar og var þekktur fyrir að klæðast reglulega sandölum á opinberum viðburðum. Þá vakti það athygli að hann neitaði að búa í forsetahöllinni í höfuðborginni Montevideo þegar hann tók við forsetaembættinu og bjó áfram á bóndabæ sínum í útjaðri höfuðborgarinnar. Í forsetatíð sinni löggilti Mujica bæði þungunarrof, kannabis og hjónabönd samkynhneigðra. Mujica stofnaði uppreisnarsveitina Tupamaros á sjöunda áratug síðustu aldar og sat á bak við lás og slá allt frá 1973 til 1985, á tímum einræðisstjórnarinnar í landinu. Eftir að hann slapp úr fangelsi hóf hann pólistískan feril sinn og stofnaði stjórnmálahreyfinguna MPP árið 1989. Hann var kjörinn á þing árð 1995 og tók sæti í efri deild úrúgvæska þingsins fimm árum síðar. Hann varð síðar landbúnaðarráðherra í fyrstu vinstristjórn landsins og varð svo kjörinn forseti 2010 og gegndi embættinu til 2015. Andlát Úrúgvæ Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Mujica var mikill vinstrimaður, var þekktur fyrir hófsemdarlífsstíl sinn, gaf stóran hluta tekna sinna til góðgerðarmála og var fyrir vikið kallaður „fátækasti forseti heims“. Mujica hafði glímt við krabbamein en hann greindist á síðasta ári. Eftirlifandi eiginkona hans, Lucia Topolansky, tilkynnti í síðustu viku að Mujica fengi líknandi meðferð. Það var Yamandu Orsi, núverandi forseti Úrúgvæ, sem greindi frá andláti Mujica í gær. „Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát félaga Pepe Mujica. Forseti, aðgerðarsinni, leiðarljós og leiðtogi. Við munum sakna þín mikið, gamli vinur,“ sagði Orsi á samfélagsmiðlinum X. Mujica var mikilli gagnrýnandi neyslumenningar og var þekktur fyrir að klæðast reglulega sandölum á opinberum viðburðum. Þá vakti það athygli að hann neitaði að búa í forsetahöllinni í höfuðborginni Montevideo þegar hann tók við forsetaembættinu og bjó áfram á bóndabæ sínum í útjaðri höfuðborgarinnar. Í forsetatíð sinni löggilti Mujica bæði þungunarrof, kannabis og hjónabönd samkynhneigðra. Mujica stofnaði uppreisnarsveitina Tupamaros á sjöunda áratug síðustu aldar og sat á bak við lás og slá allt frá 1973 til 1985, á tímum einræðisstjórnarinnar í landinu. Eftir að hann slapp úr fangelsi hóf hann pólistískan feril sinn og stofnaði stjórnmálahreyfinguna MPP árið 1989. Hann var kjörinn á þing árð 1995 og tók sæti í efri deild úrúgvæska þingsins fimm árum síðar. Hann varð síðar landbúnaðarráðherra í fyrstu vinstristjórn landsins og varð svo kjörinn forseti 2010 og gegndi embættinu til 2015.
Andlát Úrúgvæ Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira