„Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Atli Ísleifsson skrifar 14. maí 2025 11:34 Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata, segir ástríða sín á máli og menningu skýra það að hán vilji sjá umræðu um málið. Vísir/Vilhelm Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, varaborgarfulltrúi Pírata sem sæti á í forsætisnefnd borgarstjórnar, hefur lagt til breytingar á orðavali í borgarstjórn og að hætt verði að notast við orðið „jómfrúarræðu“ um fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. Hán segir orðið vera barn síns tíma. Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund. Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúans um að orðanotkunin „jómfrúarræða“ verði tekin til skoðunar og að lagðar verði til breytingar á orðavali, var lögð fram á fundi forsætisnefndar í síðustu viku og var henni vísað til vinnslu á vinnudegi forsætisnefndar. Hvergi er minnst á „jómfrúarræður“ í samþykktum né reglum borgarstjórnar. Oktavía Hrund segir í samtali við fréttastofu að í samþykkt forsætisnefnd heimili að hægt sé að taka „önnur mál“ til umfjöllunar í nefndinni sem forseti leggi fyrir hana eða aðrir nefndarmenn. Forseta að ráða Borgarfulltrúinn segist hafa viljað eiga samtal í forsætisnefnd um orðið og notkun þess í borgarstjórn. Núna sé það forseta borgarstjórnar að ráða hvort að orðið sé notað í tengslum við fyrstu ræðu fulltrúa í borgarstjórn. „Varðandi ástæðu mína að vilja setja þetta á dagskrá er það hreinlega ástríða mín á bæði máli og menningu. Ég hef almennan áhuga á því rýna í orðanotkun okkar almennt, sérstaklega því það hefur áhrif á svo margt og mikið. Ég vildi nýta mér tækifærið til að eiga umræðu í nefndinni sem horfir til hefðar og framtíðar, svo finnst mér afskaplega gaman að rýna í merkingar orða og nýyrðum,“ segir Oktavía Hrund. Barn síns tíma Oktavíu Hrund grunar að orðið sem um ræðir sé tökuorð frá dönsku og sé mögulega orðið barn síns tíma. „Ofan í kemur líka að ég hef búið og starfað erlendis stærsta hluta ævi minnar og hef því ekki grunnskólaþekkingu margra sem ólust hér upp. Það gefur mér aðeins öðruvísi nálgun á íslensku máli en flestra sem hafa þann heiður að sitja í kjörnum stöðum borgarinnar.“ Aðspurð hvort hán hafi einhverja tillögu um annað orð sem gæti komið í staðinn þá segir hán að til séu nokkrar skemmtilegar tillögur. Hán hlakkar til aukins samtal um ekki bara þetta orð í forsætisnefnd heldur um íslenskuna almennt og á fleiri stöðum. „Það væri gaman að heyra í Eiríki Rögnvaldssyni sem er oftast með mjög skemmtilegar tillögur,“ segir Oktavía Hrund.
Íslensk tunga Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira