Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 15:31 Bergþór Ólason var verulega ósáttur við ræður tveggja þingmanna og að þau hefðu ekki látið hann vita. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals. Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ræður þeirra Sigmars og Ásu snerust báðar um sameiginlega yfirlýsingu utanríkisráðherra Íslands ásamt fimm öðrum ríkjum þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til þess að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða auk ákalls um vopnahlé á Gasa og mannúðaraðstoð á svæðið. Sigmar sagði ræðu af ræðu Karls Gauta fyrir viku síðan mætti svo dæma að í yfirlýsingu utanríkisráðherranna hefði falist einhvers konar andúð í garð Ísraels. Sigmar sagði það alls ekki rétt og las svo upp lokaorð ræðu Karls Gauta frá því á þingi í gær þar sem hann sagði: „Gerir hæstvirtur utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar í norður Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk,“ sagði Karl Gauti. Karl Gauti Hjaltason sagði það ókurteisi að hann hafi ekki verið látinn vita. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði það ekki nýlunda að þingmenn Miðflokksins tali gegn alþjóðastarfi en að hans mati sé hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað meira en að bara selja fisk. Ása Berglind tók undir orð Sigmars og minnti á þann fjölda almennra borgara og barna sem Ísrael hefur drepið í árásum sínum og að ísraelskt stjórnvöld hafi staðið í vegi fyrir því vikum saman að hægt sé að dreifa mannúðaraðstoð á Gasa. Sakaður um að vera í liði með óbótamönnum Karl Gauti Hjaltason fékk að fara í pontu til að bera af sér sakir þegar dagskrárliðnum störf þingsins var lokið. Hann minnti á að það væri venja að ef maður ætlaði að fjalla um annan þingmann í störfum þingsins væri hann látinn vita. Það hefði ekki verið gert í þessu tilfelli. Ása Berglind viðurkenndi að hún vissi ekki að það væri hefð fyrir því að láta þingmenn vita ef minnst er á þá í ræðum. Vísir/Anton Brink „Ég var staddur úti í bæ,“ sagði Karl Gauti og þar hefði hann heyrt Sigmar saka hann um að vera í liði með „einhverjum óbótamönnum“. Karl Gauti sagði það ókurteisi að ráðast að þingmanni og láta hann ekki vita svo hann geti svarað. Karl Gauti sagði Ísland eiga að tala fyrir friði en ekki taka afstöðu eins og sé ítrekað gert í máli utanríkisráðherra Íslands. Það sé ekki ástæða fyrir „litla smáþjóð“ að tala gegn Ísrael með harðari hætti en önnur ríki. Vissi ekki af hefðinni Ása Berglind svaraði Karli Gauta og sagðist ekki hafa vitað að það ætti að láta þingmenn vita og baðst afsökunar. Bryndís Haraldsdóttir sagði umræðuna geta verið skemmtilegri þegar þingmenn kalla aðra þingmenn til samtals.
Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira