Fótbolti

Fjöl­skylda Glódísar sá hana taka við meistara­skildinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir með móður sinni, unnusta og tengdaforeldrum eftir leik Bayern München og Essen í gær.
Glódís Perla Viggósdóttir með móður sinni, unnusta og tengdaforeldrum eftir leik Bayern München og Essen í gær. getty/Mark Wieland

Glódís Perla Viggósdóttir lyfti í gær öðrum bikarnum á ellefu dögum. Hennar nánustu mættu til að sjá hana taka á móti þýska meistaraskildinum.

Bayern tók á móti Essen í þýsku úrvalsdeildinni í gær og vann 3-0 sigur. Eftir leikinn fengu Bæjarar meistaraskjöldinn afhentan.

Glódís er fyrirliði Bayern og veitti skildinum viðtöku ásamt hinni sænsku Lindu Sembrant.

Fjölskylda Glódísar var í München í gær og mætti á leikinn á Bayern Campus til að sjá sína konu taka við skildinum.

Þetta er þriðja árið í röð sem Glódís verður þýskur meistari með Bayern. Liðið vann tvöfalt í ár en það hrósaði einnig sigri í bikarkeppninni í fyrsta sinn í þrettán ár.

Kvennalið Bayern tók ekki bara á móti meistaraskildi í gær heldur gerði karlaliðið það einnig á laugardaginn.

Gleðin var mikil hjá Glódísi og stöllum hennar í gær eins og sjá má á myndunum og myndböndunum hér fyrir neðan.

Bayern vann nítján af 22 deildarleikjum sínum á tímabilinu.getty/Marcel Engelbrecht
Glódís og Sarah Zadrazil taka sjálfu.getty/Jan Hetfleisch
Glódís, Georgia Stanway og Sydney Lohmann hressar.getty/Stefan Matzke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×