„Þurftum að grafa djúpt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 21:31 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, náði í þrjú stig norður á Ákureyri í dag. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður að hafa náð í þrjú stig norðan heiða með 1-0 sigri gegn KA fyrr í dag. „Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.” Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Sáttur með sigurinn. Erfiður útivöllur á móti vel mönnuðu og vel skipulögðu KA liði. Mjög þéttir í dag og erfitt að brjóta þá á bak aftur en gerðum vel að brjóta ísinn, svo fannst mér í seinni hálfleik við átt að gera út um leikinn en gerum vel allavega að sigla þessu heim í lokin,” sagði Halldór. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið markvert sem gerðist eftir markið en Halldóri fannst lið sitt alltaf hafa stjórn á leiknum. Erfitt að brjóta þetta á bak aftur „Við erum náttúrulega meira og minna með boltann í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið mark á sig voru þeir trúir kerfinu með fimm manna þétta vörn og þrjá öfluga, duglega, sterka gæja þar fyrir framan. Það er erfitt að brjóta þetta á bak aftur. Mér fannst þeir koma aðeins hærra upp í seinni hálfleik og Aron Bjarnason kemst einn í gegn hérna í eiginlega bara fyrstu sókninni og svo fáum við færi og stöður um miðbik hálfleiksins til að gera út um leikinn og auðvitað þurfum við að gera betur úr því.” „Úr því sem komið er að þeir kasta öllu fram hérna í lokin og gera það bara ágætlega og klárum þetta bara á því að vera sterkir að verjast fösum leikatriðum og björgum bara á línu eftir eitt slíkt og við þurftum að grafa djúpt eftir þessu að lokum sem mér fannst óþarfi. Mér fannst við fá tækifæri til að klára þetta mikið fyrr.” Tökum enga sénsa með hann Höskuldur Gunnlaugsson fór af velli í hálfleik vegna meiðsla og var Halldór spurður út í meiðslin. „Bara stífur í náranum og tökum enga sénsa með hann. Þetta er vonandi lítið. Hef talað um það að rótera hópnum og treysta mönnum og við erum með stóran hóp þannig að það var engin ástæða til að taka sénsinn á honum og Kiddi Steindórs kemur þarna inn í hálfleik og var algjörlega frábær bæði varnarlega og sóknarlega. Besti maður vallarsins í dag að mínu mati, alvöru hrós á hann og sýnir styrkleika hans og breiddina.” Breiðablik fær Vestra í heimsókn í 16-liða úrslitum á bikarsins kemur en bæði lið farið vel af stað í deildinni. „Áhugavert verkefni. Við spiluðum hörkuleik við þá fyrir vestan um daginn. Við erum búnir að vinna þá og þeir ekki tapað öðrum leikjum í sumar þannig að þeir verða kannski ekki ósvipaðir og KA mennirnir í dag, erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera betur þegar við fáum svona stöður eins og við fengum í seinni hálfleik á móti Vestra en það verður annar þolinmæðisleikur.”
Besta deild karla Breiðablik KA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira