Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Atli Ísleifsson skrifar 9. maí 2025 14:12 Hólminn í Tjörninni. Myndin var tekin í dag. Vísir/Ívar Fannar Framkvæmdir hafa staðið síðustu vikur og mánuði í stóra hólmanum í Reykjavíkurtjörn. Lag af sandi hefur nú verið komið fyrir eftir vinnu síðustu vikna. Enn á eftir að koma upp grjótkanti til að auðvelda uppgöngu fugla og sömuleiðis jarðvegi á hólmanum. Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“ Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Markmið framkvæmdanna er að styrkja fuglalífið á Tjörninni en með framkvæmdunum er ætlað að bæta varpland í hólmanum, fyrir til að mynda endur, og sömuleiðis verða bakkavarnir endurnýjaðar. Eitt markmiða framkvæmdanna í hólmanum var að skafa í burtu jarðveg sem innihélt mikið af ágengu illgresi og hvönn. Á vef borgarinnar segir að áður hafi verið farið í svipaðar framkvæmdir í Þorfinnstjörn í Hljómskálagarðinum með góðum árangri þar sem kríuvarp hafi merkjanlega eflst. Með aðgerðunum er verið að fylgja ráðleggingum líffræðinga sem vaktað hafi lífríki Tjarnarinnar um árabil. „Fjarlægja á efsta hluta núverandi yfirborðs af hólmanum, leggja út jarðvegsdúk, möl og jarðveg. Hluti hólmans verður þökulagður á ný. Það er gert til þess að draga úr sókn hvannar og annarra stórvaxinna tegunda sem draga úr gæðum varplands í hólmanum. Grjótkantur umhverfis hólmann verður endurhlaðinn til þess að draga úr rofi,“ sagði á vef borgarinnar. Verklok eru eru sögð áætluð í lok þessa mánaðar. Hugmyndir eru uppi um að gera þyrpingu af hólmum, á svæðinu þar sem litla hólmann er að finna (fjær og til hægri) sem myndi nýtast fuglalífinu betur.Reykjavíkurborg Saga fuglalífs og hólmans Um Tjörnina og hólmann segir að sjálfsagt séu fáir staðir á Íslandi með jafnlanga sögu samfelldrar byggðar eins og í námunda við Tjörnina. „Áður fyrr var Tjörnin sjávarlón en það lokaðist af fyrir um 1200 árum en hefur með tímanum orðið að ferskvatnstjörn. Við upphaf 20. aldar var fuglalíf á Tjörninni mjög takmarkað þar sem flestir fuglar voru veiddir en frá 1919 hafa þeir verið friðaðir. Samhliða friðun var sett á siglingabann og gátu þá fuglar orpið óáreittir í hólmum Tjarnarinnar, en þeir eru enn þann dag í dag mikilvægustu varpstaðir svæðisins. Tjörnin og Vatnsmýrin eru á C-hluta Náttúruminjaskrár og Friðland fyrir fugla var stofnað 1984 í norðanverðri Vatnsmýrinni. Stóri hólminn í Tjörninni hefur verið á kortum af Reykjavík frá því um 1800 og hefur hann í tímans rás verið bæði stækkaður og hlaðið í kringum hann. Þá hafa ýmsar hugmyndir verið uppi um notagildi hans en í lok 19. aldar stóð til að þar yrði byggt veitingahús og þangað lögð brú. Þá var þar sett upp sleðahringekja á vetrum á svipuðum tíma.“
Reykjavík Fuglar Dýr Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira