Samþykktu Trump-samninginn einróma Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 12:26 Frá fundi Vólódímírs Selenskí og Donalds Trump í Hvíta húsinu í febrúar. Þar sauð upp úr milli forsetanna. AP/ Mystyslav Chernov Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Samkvæmt samningnum verður stofnaður fjárfestingarsjóður sem notaður verður til uppbyggingar í Úkraínu og munu Bandaríkjamenn geta sótt tekjur í hann. Reuters segir úkraínska þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af skorti á upplýsingum um það hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður og hvernig honum yrðu stjórnað. Allir 338 þingmennirnir sem greiddu atkvæði samþykktu þó samninginn. Enginn greiddi atkvæði gegn því eða sat hjá. Umfangsmiklar viðræður hafa átt sér stað milli ríkjanna en gerð samningsins hefur tekið langan tíma og reynt töluvert á samband ríkjanna. Bandaríkjamenn hafa margsinnis breytt kröfum sínum og þótt gagna allt of hart fram gegn Úkraínumönnum á köflum. Frá námu í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Meðal annars hafa Bandaríkjamenn reynt að nota samninginn til að fá Úkraínumenn til að greiða fúlgur fjár fyrir þá hernaðaraðstoð sem þeir hafa þegar fengið frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Síðan þá hefur samningurinn tekið nokkrum breytingum sem Úkraínumenn hafa sagt jákvæðar. Yulia Svyrydenko, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir samninginn grunninn að áframhaldandi samskiptum við mikilvæga bandamenn. Öryggismál verði hönd í hönd við efnahagsmál. Security must go hand in hand with the economy. This is how the United States sees the basis for cooperation. This is how our Economic Partnership Agreement with America is built — so that there are all opportunities for security cooperation.— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) May 8, 2025 Hún segir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, hafa lagt mikla áherslu á að samkomulagið væri í hag Úkraínumanna og að sjóðnum yrði stýrt af báðum aðilum. „Það er einmitt það sem við höfum tryggt. Samningurinn felur ekki í sér skuldaákvæði né skuldbindingu til fjárfestinga í frjálsa og fullvalda Úkraínu,“ skrifaði Svyrydenko á X. Hún segir að Úkraínumenn muni áfram eiga auðlindir sínar og að verkefni sem sjóðurinn verði notaður til að styrkja verði lögð til af Úkraínumönnum. Einnig taki samningurinn tillit til mögulegrar inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið í framtíðinni og skuldbindingar ríkisins á því sviði. Hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum er Úkraínu gífurlega mikilvæg og þá sérstaklega þegar kemur að loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Ráðamenn í Úkraínu segja mikla þörf á að bæta stöðu loftvarna landsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. 2. maí 2025 16:09 Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30. apríl 2025 23:21 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Samkvæmt samningnum verður stofnaður fjárfestingarsjóður sem notaður verður til uppbyggingar í Úkraínu og munu Bandaríkjamenn geta sótt tekjur í hann. Reuters segir úkraínska þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af skorti á upplýsingum um það hvernig sjóðurinn yrði fjármagnaður og hvernig honum yrðu stjórnað. Allir 338 þingmennirnir sem greiddu atkvæði samþykktu þó samninginn. Enginn greiddi atkvæði gegn því eða sat hjá. Umfangsmiklar viðræður hafa átt sér stað milli ríkjanna en gerð samningsins hefur tekið langan tíma og reynt töluvert á samband ríkjanna. Bandaríkjamenn hafa margsinnis breytt kröfum sínum og þótt gagna allt of hart fram gegn Úkraínumönnum á köflum. Frá námu í Úkraínu.AP/Efrem Lukatsky Meðal annars hafa Bandaríkjamenn reynt að nota samninginn til að fá Úkraínumenn til að greiða fúlgur fjár fyrir þá hernaðaraðstoð sem þeir hafa þegar fengið frá Bandaríkjunum. Sjá einnig: Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Síðan þá hefur samningurinn tekið nokkrum breytingum sem Úkraínumenn hafa sagt jákvæðar. Yulia Svyrydenko, aðstoðarforsætisráðherra Úkraínu, segir samninginn grunninn að áframhaldandi samskiptum við mikilvæga bandamenn. Öryggismál verði hönd í hönd við efnahagsmál. Security must go hand in hand with the economy. This is how the United States sees the basis for cooperation. This is how our Economic Partnership Agreement with America is built — so that there are all opportunities for security cooperation.— Yulia Svyrydenko (@Svyrydenko_Y) May 8, 2025 Hún segir Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, hafa lagt mikla áherslu á að samkomulagið væri í hag Úkraínumanna og að sjóðnum yrði stýrt af báðum aðilum. „Það er einmitt það sem við höfum tryggt. Samningurinn felur ekki í sér skuldaákvæði né skuldbindingu til fjárfestinga í frjálsa og fullvalda Úkraínu,“ skrifaði Svyrydenko á X. Hún segir að Úkraínumenn muni áfram eiga auðlindir sínar og að verkefni sem sjóðurinn verði notaður til að styrkja verði lögð til af Úkraínumönnum. Einnig taki samningurinn tillit til mögulegrar inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið í framtíðinni og skuldbindingar ríkisins á því sviði. Hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum er Úkraínu gífurlega mikilvæg og þá sérstaklega þegar kemur að loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau. Ráðamenn í Úkraínu segja mikla þörf á að bæta stöðu loftvarna landsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. 2. maí 2025 16:09 Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30. apríl 2025 23:21 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. 7. maí 2025 15:59
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40
Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. 2. maí 2025 16:09
Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. 30. apríl 2025 23:21