Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 7. maí 2025 19:09 Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hyggjast efla eftirlit á áfengissölu á íþróttaleikjum. Vísir/Sigurjón/Hulda Margrét Misbrestur er á að leyfi íþróttafélaga til að selja áfengi á kappleikjum sínum séu í lagi og dæmi eru um að lögregla hafi verið kölluð til vegna átaka. Lögreglan ætlar að efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaviðburðum. Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“ Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Íþróttafélögin selja mörg hver áfengi í tengslum við kappleiki hjá meistaraflokkum sínum. Á fjölmennustu leikjunum eru dæmi um að seldir séu þúsundir lítra af bjór. „Áfengisneysla á íþróttakappleikjum hefur aukist. Við sjáum þetta bara í sjónvarpinu og í umfjöllun fjölmiðla. Við höfum líka farið í eftirlit á staði og séð að þetta er bara að gerast í raunveruleikanum,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan hefur vegna þessa meðal annars fundað með íþróttahreyfingunni. Sýslumannsembættin sjá um að úthluta leyfum sem félögin þurfa til að selja áfengi á íþróttaviðburðum. Ýmiss konar misbrestir á áfengissölu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið að skoða með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hvort að leyfi íþróttafélaganna séu til staðar og í lagi. „Það hefur verið misbrestur á því. Allt frá því að ekkert leyfi hefur verið til staðar og yfir í það að leyfi hefur verið til staðar en áfengissalan og neyslan ekki verið í þeim rýmum sem að leyfið kvað á um,“ segir Ásmundur. Þannig hafa félögin ekki öll leyfi fyrir því að fólk megi drekka áfengi í stúkunni. Ásmundur segir lögregluna ætla að efla eftirlit með áfengissölu íþróttafélaganna. „Við leggjum aðaláhersluna á það að íþróttafélögin séu með þau leyfi sem þarf til þess mega selja áfengi og veita áfengi.“ Dæmi eru um að lögreglan hafi verið kölluð til vegna áfengisneyslu á kappleikjum. „Það hafa komið verkefni inn á borð lögreglu sem má kannski rekja til þess að áfengisneysla er á þessum íþróttakappleikjum og við höfum alveg dæmi um það að lögreglan hefur þurft að fara til þess að skakka leikinn þegar jafnvel hefur komið til átaka á milli fólks. Þó kannski að það sé erfitt að rekja það beint en það má svona leiða að því líkur.“ Félögin farin að skutla áfengi heim Á leikjunum séu yfirleitt fjölmörg börn. „Það er bara mjög eðlilegt að foreldrar kannski spyrji sig spurninga hvort að þetta umhverfi, að vera að neyta áfengi á íþróttakappleikjum, samræmist það að vera með börin sín meðferðis en ég ætla svo sem bara að eftirláta foreldrum að gera það upp við sig,“ segir Ásmundur. Þá hafa lögreglu borist ábendingar um að sum íþróttafélaganna hafi gengið lengra og séu farin að selja áfengi merkt félögunum í fjáröflunarskyni og keyra heim til fólks. „Það er allavega þannig að áfengissalan, ef það er hægt að kalla þetta svo, er ekki bara að fara fram á íþróttakappleikjunum. Hún er líka að fara fram, ef að þessi grunur er á rökum reistur, með heimskutli á áfengi.“
Áfengi Lögreglumál Fíkn Fótbolti Körfubolti Handbolti Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði